Guðni segir að hugur hans sé hjá Margréti Þórhildi og konungsfjölskyldunni Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2018 12:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti var með Hinrik prins sér á hægri hönd í veislu Margrétar Þórhildar og Hinriks til heiðurs íslensku forsetahjónanna í Kaupmannahöfn í janúar á síðasta ári. Vísir/AFP Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan. Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hugur hans og Elizu Reid forsetafrúar sé hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu og fjölskyldu hennar nú þegar Hinrik prins hafi fallið frá. Guðni segir að það hafi verið ánægjulegt að hitta prinsinn í fyrstu opinberu heimsókn hans og Elizu til Danmerkur fyrir rúmu ári. Hinrik prins tók að fullu þátt í móttöku forsetahjónanna með Margréti Þórhildi drottningu. Hinrik heilsaði forsetahjónunum innilega á tröppum Amalienborgar og mætti einnig í veislu forsetans til heiðurs drottningu þótt hann hafi þá formlega látið af öllum skyldustörfum fyrir ári. Hugur forsetahjónanna hjá drottningu Guðni segir að Hinrik hafi verið góður gestgjafi líkt og drottningin. „Hugur okkar er hjá Margréti Danadrottningu og konungsfjölskyldunni en það rifjast upp að Hinrik prins var skemmtilegur sessunautur, talaði frönsku við Elizu og fínustu dönsku við mig og lék á als oddi.“ Útför Hinriks fer fram frá kirkju Kristjánsborgarhallar hinn 20. febrúar og er fastlega búist við að forsetahjónin sæki útförina þótt gefið hafi verið út að hún verði látlaus. Lík hans verður brennt og helmingi öskunnar dreift í dönskum vötnum og hinum helmingnum komið fyrir í einkagarði konungsfjölskyldunnar við Fredensborgarhöll. Góðar minningar Síðasta sumar greindi prinsinn frá því að hann vildi ekki hvíla við hlið eiginkonu sinnar í dómkirkjunni í Hróarskeldu að þeim gengnum líkt og gert hafði verið ráð fyrir. Í tilkynningunni frá konungshöllinni sem send var út síðasta sumar kom fram að prinsinn hefði þá greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og að hún væri þeim samþykk. Guðni forseti segir Hinrik hafa verið líflegan og haft gaman að því að tala um samtímastjórnmál og vín frá frönskum vínekrum. „Auðvitað var hann orðinn aldraður maður og þetta var í fyrsta og eina skipti sem ég hitti hann en um hann á ég góðar minningar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttina hér að neðan.
Forseti Íslands Kóngafólk Norðurlönd Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33 Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Lík Hinriks prins verður brennt Sérstök útför verður gerð frá kirkju Kristjánsborgarhallar þann 20. febrúar næstkomandi. 14. febrúar 2018 10:33
Minnast Hinriks prins: Prinsinn sem kom með ást og djörfung inn í líf drottningar Danskir fjölmiðlar hafa í morgun minnst Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Þórhildar Danadrottningar, sem andaðist í nótt, 83 ára að aldri. 14. febrúar 2018 09:10