Laug um að hafa hitt Putin og segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:56 Halbe Zijlstra sagði lygina hafa verið "stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Vísir/AFP Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014. Holland Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Halbe Zijlstra, utanríkisráðherra Hollands, hefur sagt af sér fyrir að hafa sagt ósatt um að hafa hitt Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hélt því fram árið 2016 að hann hafði persónulega heyrt Putin tala árið 2006 um að útvíkka landamæri Rússlands og mögulega hernema Hvíta-Rússland, Úkraínu, Eystrasaltslöndin og mögulega Kasakstan. Árið 2006 starfaði Zijlstra hjá Shell og ferðaðist til Rússlands með Jeroen van der Veer, þáverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Staðhæfing Zijlstra vakti athygli í gær samkvæmt Politco þegar hollenskt dagblað birti frétt um ummælin og að flokksmeðlimir hans hafi ekki trúað honum. Í samtali við blaðamann dagblaðsins Volkskrant viðurkenndi Zijlstra að hann hefði ekki verið staddur í sama herbergi og Putin heldur hefði hann heyrt frásögnina frá öðrum manni. Hann hafi sagst hafa heyrt ummæli Putin sjálfur til að verja heimildarmann sinn.Samkvæmt Reuters hefur Zijlstra nú sagt af sér þó hann segist enn treysta heimildarmanni sínum. Hins vegar hafi trúverðugleiki hans sjálfs orðið fyrir miklum skaða og hann geti ómögulega haldið áfram í starfi utanríkisráðherra.Hann sagði lygina hafa verið „stærstu mistök ferils síns“ og að Holland ætti skilið að vera með utanríkisráðherra með óflekkað mannorð. Til stóð að Zijlstra myndi ferðast til Rússlands í dag og hitta Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Þar áttu þeir að ræða örlög MH17. Flugvélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu árið 2014.
Holland Rússland Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira