Fagnaði Ólympíugullinu sínu með því að borða ís í beinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2018 10:00 Chloe Kim fagnar sigri. Vísir/Getty Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Chloe Kim endurskrifaði snjóbrettasögu Ólympíuleikanna á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í morgun þegar hún varð yngsta konan til að vinna Ólympíugull. Chloe Kim vann þá öruggan sigur í hálfpípunni en hún fékk langhæstu einkunnina eða næstum því níu stigum meira en silfurhafinn Liu Jiayu frá Kína og næstum því fullkomna einkunn (98.25). Chloe Kim er aðeins sautján ára gömul og fyrir löngu orðin stórstjarna í heimalandi sínu enda ekki aðeins frábær í sinni íþrótt heldur einnig opin og skemmtilegur karakter. Hún var ung til að keppa á síðustu leikum en vann nú gull í sinni fyrstu Ólympíugrein. „Ég er búin að legga svo mikið á mig til að komast hingað og ná markmiðinu mínu. Ég er svo ánægð með að hafa náð í gullið,“ sagði Chloe Kim eftir keppnina. Chloe Kim var sigurstranglegust fyrir keppnina og stóðst þá pressu með glæsibrag. Saga hennar hefur vakið mikla athygli en faðir hennar fórnaði öllu til þess að hjálpa henni að upplifa drauminn sinn. Hann var mættur í stúkuna ásamt fleiri úr fjölskyldunni en foreldrar Chloe Kim eru einmitt innflytjendur frá Suður-Kóreu. „Fjölskyldan fórnaði svo miklu fyrir mig svo ég gæti náð draumnum mínum. Það er æðislegt að geta gert það í þeirra heimalandi,“ sagði Chloe Kim. Chloe Kim talaði um ást sína á ís eftir undankeppnina og fékk mikil viðbrögð við því. Hún fékk líka ís í verðlaun strax eftir að hún var búin að tryggja sér gullið. Chloe Kim beið ekkert með að borða ísinn heldur gæddi sér á honum um leið og hún fór í sjónvarpsviðtölin.chloe kim finally got her ice cream, and she’s eating it while doing interviews pic.twitter.com/9GL9waqDUQ — Joon Lee (@iamjoonlee) February 13, 2018 Chloe Kim þurfti reyndar að „sætta“ sig við súkkulaði ís en uppáhaldið hennar er víst „Cookies & Cream“ ísinn. Ísgerðirnar Coolhaus og Ben & Jerry’s stuttu strax á vagninn og það má búast við stórum styrktarsamningum fyrir stelpuna þegar hún snýr aftur heim til Bandaríkjanna. Þá gæti Chloe Kim samt verið búin að vinna fleiri Ólympíugull en hún tekur alls þátt í þremur greinum á Ólympíuleikunum í Pyeongchang.Winning Olympic gold comes with its perks!#Pyeongchang2018#bbcolympicspic.twitter.com/bfa43xZ0bD — BBC Sport (@BBCSport) February 13, 2018With an Olympic gold medal at 17, Chloe Kim is in elite company. #BestOfUSpic.twitter.com/7zK12re0qM — NBC Olympics (@NBCOlympics) February 13, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði þó að vera undirbúið fyrir næstu skref Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum