Þinghúsið á Tonga eyðilagt eftir fellibylinn Gitu Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2018 08:14 Þinghúsið á Tonga var rúmlega aldargamalt. Vísir/AFP Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar. Fídji Tonga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þinghúsið á eyríkinu Tonga í Kyrrahafinu gjöreyðilagðist þegar fellibylur gekk yfir eyjaklasann í nótt en veðrið er það versta sem skollið hefur á landinu í rúm sextíu ár, eða síðan mælingar hófust. Fellibylurinn Gita var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land og olli miklu tjóni. Rafmagn fór af eyjunni og þök fuku af húsum. Neyðarástandi hafði verið lýst yfir á Tonga áður veðrið skall á og þúsundir íbúa höfðust við í neyðarskýlum sem komið hafði verið upp víðs vegar um eyjaklasann. Tonga samanstendur af 170 litlum eyjum, en ríkið er austur af Fiji og norður af Nýja-Sjálandi. Engar fregnir hafa borist af manntjóni.Gita olli miklu tjóni á Tonga.Vísir/AFPHundrað ára gamalt Þinghúsið var hundrað ára gamalt og óvíst er hvar þing mun koma saman á meðan byggingin verður endurreist. Einn þingmaður Tonga sagði í samtali við breska ríkisútvarpið að það væri sorglegt að sjá þinghúsið fjúka þvínæst á haf út, en bætti við að margsinnis hafi verið lagðar fram þingsályktunartillögur um að reisa nýtt þinghús sem ávallt hafi verið felldar en að nú eigi menn engan annan kost í stöðunni en að ráðast í verkefnið. Fellibylurinn Gita er enn að sækja í sig veðrið og er búist við að hann verði orðinn að fimmta stigs byl þegar hann skellur á Fiji á næstu klukkustundum, en þó er vonast til að veðrið fari framhjá helstu þéttbýlisstöðum þar.
Fídji Tonga Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira