Leggja til 750 milljóna króna arðgreiðslur hjá Icelandair Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2018 14:19 Björgólfur Jóhansson er forstjóri Icelandair. Vísir/GVA Stjórn Icelandair Group hefur leggur til að greiða 750 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Nemur það 0,15 krónur á hlut. Þetta kemur fram í kynningu sem send var Kauphöllinni í morgun með uppgjöri fjórða ársfjórðungs og ársins 2017. Þar segir ennfremur að stjórnin hafi ákveðið að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir allt að 750 milljónir króna. Hagnaður Icelandair Group árið 2017 nam 3,9 milljörðum króna. Fyrirtækið tapaði hins vegar 4,1 milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala. Í kynningunni kemur meðal annars fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði.Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton Brink„Afkoma ársins er í takt við seinustu afkomuspá okkar. Arðbær vöxtur félagsins heldur áfram og sterk fjárhagsstaða og sveigjanleiki gera okkur kleift að bregðast við aðstæðum og grípa ný og spennandi tækifæri á markaði. Icelandair flutti rúmlega fjórar milljónir farþega í millilandaflugi á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri,“ sagði Björgólfur Jóhannsson forstjóri fyrir helgi. „Í lok þessa mánaðar fáum við afhenta fyrstu Boeing 737-MAX vélina. Það eru ákveðin tímamót, upphafið að endurnýjun flugflotans, sem er stórt og spennandi verkefni. Við höfum á undanförnum mánuðum gert breytingar á vöruframboði okkar meðal annars með nýjum fargjaldaflokki, Economy Light. Jafnframt hafa verið kynntir sjö nýir áfangastaðir í leiðarkerfinu. Nýjungar og breytingar sem þessar endurspegla þann sveigjanleika og fjárhagslega styrk sem félagið hefur til að bregðast við á kvikum markaði. Mikil samkeppni er á öllum okkar mörkuðum. Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD. Í upphafi þessa árs kynntum við nýtt skipulag félagsins. Með því næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi okkar auk þess sem það stuðlar að einföldun ferla, styttri boðleiðum og aukinni hagkvæmni í rekstri. Þannig munum við vera betur í stakk búin til að takast á við síbreytilegt umhverfi fyrirtækja, með aukinni alþjóðavæðingu og tækniframförum. Starfsfólk félagsins hefur að venju skilað framúrskarandi starfi og viðskiptavinir haldið tryggð við félagið - það erum við þakklát fyrir.“ Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stjórn Icelandair Group hefur leggur til að greiða 750 milljónir króna í arð til hluthafa sinna. Nemur það 0,15 krónur á hlut. Þetta kemur fram í kynningu sem send var Kauphöllinni í morgun með uppgjöri fjórða ársfjórðungs og ársins 2017. Þar segir ennfremur að stjórnin hafi ákveðið að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir allt að 750 milljónir króna. Hagnaður Icelandair Group árið 2017 nam 3,9 milljörðum króna. Fyrirtækið tapaði hins vegar 4,1 milljarði króna á síðasta ársfjórðungi. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala. Í kynningunni kemur meðal annars fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði.Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta fjórðungi 2017.Vísir/Anton Brink„Afkoma ársins er í takt við seinustu afkomuspá okkar. Arðbær vöxtur félagsins heldur áfram og sterk fjárhagsstaða og sveigjanleiki gera okkur kleift að bregðast við aðstæðum og grípa ný og spennandi tækifæri á markaði. Icelandair flutti rúmlega fjórar milljónir farþega í millilandaflugi á árinu og hafa þeir aldrei verið fleiri,“ sagði Björgólfur Jóhannsson forstjóri fyrir helgi. „Í lok þessa mánaðar fáum við afhenta fyrstu Boeing 737-MAX vélina. Það eru ákveðin tímamót, upphafið að endurnýjun flugflotans, sem er stórt og spennandi verkefni. Við höfum á undanförnum mánuðum gert breytingar á vöruframboði okkar meðal annars með nýjum fargjaldaflokki, Economy Light. Jafnframt hafa verið kynntir sjö nýir áfangastaðir í leiðarkerfinu. Nýjungar og breytingar sem þessar endurspegla þann sveigjanleika og fjárhagslega styrk sem félagið hefur til að bregðast við á kvikum markaði. Mikil samkeppni er á öllum okkar mörkuðum. Bókunarstaða í millilandaflugi er góð á fyrri árshelmingi en töluverð óvissa er á síðari hluta ársins, einkum hvað varðar þróun meðalfargjalda. Afkomuspá félagsins fyrir árið 2018 endurspeglar þessa óvissu en gert er ráð fyrir að EBITDA ársins verði 170-190 milljónir USD. Í upphafi þessa árs kynntum við nýtt skipulag félagsins. Með því næst fram skýrari áhersla á kjarnastarfsemi okkar auk þess sem það stuðlar að einföldun ferla, styttri boðleiðum og aukinni hagkvæmni í rekstri. Þannig munum við vera betur í stakk búin til að takast á við síbreytilegt umhverfi fyrirtækja, með aukinni alþjóðavæðingu og tækniframförum. Starfsfólk félagsins hefur að venju skilað framúrskarandi starfi og viðskiptavinir haldið tryggð við félagið - það erum við þakklát fyrir.“
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira