Lögreglan á Suðurnesjum hefur þrjú þjófnaðarmál frá síðustu dögum til rannsóknar. Þýfið í málunum þremur nemur hundruð þúsundum króna.
Vörum fyrir tæpar 60 þúsund krónur var stolið úr versluninni Ormsson í Keflavík. Bakpoka var stolið úr Tónlistarskóla Reykjanesbær. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni innihélt bakpokinn fartölvu og fleiri muni sem eru metnir á um 375 þúsund krónur.
Þá var brotist inn í vinnuskúr í Keflavík og var tveimur borvélum og fleiri munum stolið.
