Segir forneskjuleg viðhorf til hundahalds enn ríkjandi Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“ Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“
Dýr Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira