Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi í máli Sunnu Sunna Sæmundsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 11. febrúar 2018 15:12 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Talsmaður fjölskyldu Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur, sem lamaðist eftir fall á Spáni, gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Hann hvetur stjórnvöld til að tefla fram mannúðarsjónarmiðum til að koma henni til Íslands undir læknishendur. Sunna er lömuð fyrir neðan brjóst eftir fall á heimili hennar á Malaga í Spání í miðjum síðasta mánuði. Eiginmaður hennar situr í gæsluvarðhaldi hér á landi í tengslum við rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi. Sunna er í farbanni á Spáni vegna lögreglurannsóknar og vegabréfið var tekið af henni fyrir tæpum tveimur vikum. Hafa tilraunir til að koma henni til Íslands því ekki borið árangur. Þá hefur einnig árangurslaust verið reynt að koma henni á annað og betra sjúkrahús. Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldunnar, segir þau ekki fá neinar upplýsingar um stöðu rannsóknarinnar á Spáni. „Það sem við skiljum ekki heldur er að ef hún er í farbanni, af hverju er ekki talað við hana að hendi spænskra lögregluyfirvalda?“Sunna var yfirheyrð fyrir farbannið en hefur síðan ekkert heyrt um sína stöðu. „Fyrir tveimur vikum síðan þegar passinn var tekinn þá komu lögregluyfirvöld til hennar og sátu hjá henni en síðan þá hefur ekki heyrst bofs. Þetta eru algjörlega ólíðandi vinnubrögð og í hæsta máta er verið að brjóta hérna grundvallarmannréttindi á Sunnu.“ Hann segir enga sérþekkingu á hennar meiðslum á sjúkrahúsinu og Sunna sé komin með legusár. Jón Kristinn gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir andvaraleysi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra baðst undan viðtali um málið en sagði ráðuneytið gera allt í sínu valdi til að hjálpa henni. „Mönnum virðist bara vera alveg sama, það eru einhverjir dularfullir rannsóknarhagsmunir sem ganga þarna fyrir og hennar mannréttindi algjörlega fótum troðin. Næstu skref eru bara þau að biðla til íslenskra stjórnvalda að tefla fram mannúðarsjónarmiðum, að Sunna fái að koma hérna heim í viðeigandi læknishendur,“ segir Jón Kristinn.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Unnið að því hörðum höndum að koma henni á betra sjúkrahús. 9. febrúar 2018 11:57