Hundrað kristnir krossmenn fagna því að vera veðurtepptir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2018 14:15 95 unglingar njóta sín vel í snjónum í Vatnaskógi um helgina. Gunnar Hrafn Sveinsson 95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
95 krakkar á aldrinum þrettán til sextán ára sækja árlega Æskulýðsmótið Friðrik í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit um helgina. Æskulýðsfulltrúi segir að flestir krakkarnir fagni því að heimkomu hafi verið frestað til mánudags vegna veðurs. Krakkarnir mættu í Vatnaskóg á föstudagskvöldið en rútuferðir voru frá Reykjanesbæ, Grindavík, Hveragerði, Mosfellsbæ, Akranesi og Reykjavík auk þess sem rúta beið barna frá Vestmannaeyjum í Þorklákshöfn. Heimferð var áætluð í dag en vegna veðurs verður ekki lagt í hann fyrr en í fyrramálið. Snjóþungt er í Vatnaskógi en Gamli skáli, sem var vígður 1943, man tímana tvenna.Gunnar Hrafn Sveinsson „Þau eru langflest mjög ánægð og sátt við að missa af skóla á morgun,“ segir Gunnar Hrafn Sveinsson æskulýðsfulltrúi í samtali við Vísi. „Við hættum okkur ekki út í neina vitleysu og reiknum með því að fara héðan í fyrramálið.“ Um árlega samkomu er að ræða en í ár er afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar, eins stofnenda KFUM og KFUK auk íþróttafélaganna Vals og Hauka, fagnað sérstaklega. Er afmælið raunar þema hittingsins í Vatnaskógi. Þessir kappar stigu skófludansinn í snjónum.Gunnar Hrafn Sveinsson Veðrið er ekkert sérstaklega slæmt í Vatnaskógi að sögn Gunnars Hrafns. Þar snjóar en vindur er tiltölulega lítill. „Krakkarnir eru úti í fínum fíling,“ segir Gunnar Hrafn. Veðrið hafi þó sett svip sinn á dagskrána í gær en rappsveitin Úlfur Úlfur komst ekki á kvöldvökuna sökum veðurs. Gunnar hlær aðspurður hvort hann hafi ekki fyllt í skarðið og rappað. Krakkarnir hafi skemmt sér mjög vel. Hann segir þetta vera í fyrsta skipti á þessari öld sem einhver verður veðurtepptur í Vatnaskógi. Auk krakkanna 95 eru starfsmenn svo heildarfjöldi er um 130. Þau séu búin að eiga mjög góða helgi.Fylgst er grannt með gangi mála vegna veðurs í veðurvaktinni á Vísi, sjá hér að neðan.
Hvalfjarðarsveit Veður Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira