Ölvaðar ungar konur slógu dyravörð og hentu glerglasi í bifreið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 07:31 Ölvaður maður sparkaði í bíl og hafði í hótunum við bílstjóra og farþega í nótt. Vísir/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Tvær mjög ölvaðar ungar konur voru handteknar í miðbæ Reykjavíkur í nótt og færðar á lögreglustöð. Þá hafði þeim áður verið vísað út af skemmtistað vegna hegðunar. Þegar út var komið sló önnur konan dyravörð en hin henti glerglasi í bíl. Ekki er vitað um skemmdir, kröfur og áverka þegar þetta er skrifað. Rétt fyrir miðnætti var ölvaður maður handtekinn fyrir mikil eignaspjöll á bifreið. Ökumaður og farþegi sátu í kyrrstæðri bifreiðinni þegar ölvaði maðurinn kom og reyndi að komast inn í bifreiðina. Þegar honum var ekki hleypt inn brást hann illa við og sparkaði í allar hliðar bifreiðarinnar og hafði í ofbeldishótunum. Að sögn lögreglu var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ölvíman hefur runnið af honum. Skömmu síðar var mjög ölvaður ökumaður handtekinn á skemmtistað í miðbænum fyrir að reyna að nota stolið greiðslukort. Hann verður vistaður í fangageymslu lögreglu þar til rennur af honum og hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál í miðbænum en enginn var handtekinn og áverkar voru minniháttar. Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum en sleppt að lokinni sýnatöku. Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um innbrot í heimahús um klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru eignaspjöll unnin og búið að fara inn í herbergi en einskis saknað. Öryggiskerfi á heimilinu hafði farið í gang. Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Tvær mjög ölvaðar ungar konur voru handteknar í miðbæ Reykjavíkur í nótt og færðar á lögreglustöð. Þá hafði þeim áður verið vísað út af skemmtistað vegna hegðunar. Þegar út var komið sló önnur konan dyravörð en hin henti glerglasi í bíl. Ekki er vitað um skemmdir, kröfur og áverka þegar þetta er skrifað. Rétt fyrir miðnætti var ölvaður maður handtekinn fyrir mikil eignaspjöll á bifreið. Ökumaður og farþegi sátu í kyrrstæðri bifreiðinni þegar ölvaði maðurinn kom og reyndi að komast inn í bifreiðina. Þegar honum var ekki hleypt inn brást hann illa við og sparkaði í allar hliðar bifreiðarinnar og hafði í ofbeldishótunum. Að sögn lögreglu var hann vistaður í fangageymslu og verður yfirheyrður þegar ölvíman hefur runnið af honum. Skömmu síðar var mjög ölvaður ökumaður handtekinn á skemmtistað í miðbænum fyrir að reyna að nota stolið greiðslukort. Hann verður vistaður í fangageymslu lögreglu þar til rennur af honum og hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál í miðbænum en enginn var handtekinn og áverkar voru minniháttar. Nokkrir voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum en sleppt að lokinni sýnatöku. Lögreglustöð 2 fékk tilkynningu um innbrot í heimahús um klukkan ellefu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru eignaspjöll unnin og búið að fara inn í herbergi en einskis saknað. Öryggiskerfi á heimilinu hafði farið í gang.
Lögreglumál Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira