Japanir hafa lokið við að velja lukkudýr fyrir Ólympíuleikana sem fara munu fram í Tókýó sumarið 2020. Lukkudýrin hafa ekki enn verið nefnd en þau eru litrík og þykja lík refum í útliti. BBC greinir frá.
Valið fór fram með kosningu þar sem sex og hálf milljón japanskra barna greiddu atkvæði. Munu lukkudýrin taka á móti keppendum og áhorfendum hýr á brá og blása þeim ólympíuanda í brjóst. Lukkudýrin munu hafa andstæða persónuleika en engu að síður búa að djúpri og traustri vináttu.
Lukkudýrin munu ekki fá að taka þátt í leikunum þar sem þau búa yfir yfirnáttúrulegum hæfileikum. Blái refurinn getur fjarflutt sig og er því ljóst að erfitt væri fyrir íþróttafólk að etja kappi við hann, jafnvel á góðum degi. Bleiki refurinn býr hins vegar yfir hæfileikanum til að eiga samskipti við steina og sjálfan vindinn.
Blái refurinn fjarflytur sig á Ólympíuleikana
Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
