Körfubolti

„Jamaíka var að hringja, þeir vilja fá bobsleðann sinn aftur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn ástralski Mills í leiknum gegn Cleveland.
Hinn ástralski Mills í leiknum gegn Cleveland. vísir/getty
Cleveland Cavaliers er búið að setja stuðningsmann félagsins í ársbann fyrir kynþáttaníð á leik liðsins gegn San Antonio Spurs á dögunum.

„Hey Jamaíka-hundur. Þeir vilja fá bobsleðann sinn aftur. Hey Mills. Jamaíka var að hringja, þeir vilja fá bobsleðann sinn aftur,“ sagði rasistinn í stúkunni við Patty Mills, leikmann Spurs.

Rasistinn er ekkert sérstaklega vel að sér í fræðunum þar sem Mills er frá Ástralíu. Þar sem Mills er með dreddara ákvað rasistinn bara að hann væri frá Jamaíka.

Það tók þó nokkurn tíma að finna rasistann en hann fannst að lokum. Bannið er í að minnsta kosti eitt ár en til greina kemur að lengja það síðar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×