Birna er fyrsti kvenflugmaðurinn í tæplega 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 10:48 Birna Borg Gunnarsdóttir, flugmaður Flugfélagsins Ernis. Flugfélagið Ernir. Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þau tímamót urðu í 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis í gær að fyrsti kvenflugmaðurinn tók til starfa þar. Flugmaðurinn er hin tæplega 22 ára gamla Birna Borg Gunnarsdóttir en hún á ekki langt að sækja hæfileikana. Afi hennar, Hörður Guðmundsson, er forstjóri Flugfélagsins Ernis og hann segir í samtali við Vísi flugmannastéttina hafa verið karllæga lengi og kominn tími til að leyfa ungu og efnilegu fólki að spreyta sig. „Þetta er stúlka sem hefur staðið sig ákaflega vel í öllu sem hún hefur gert í sínu stutta lífi,“ segir Hörður. Hann lýsir barnabarni sínu sem algjörum ás í skóla. „Hún hefur velt upp öllum prófum. Hún fór á námskeið hjá Flugskóla Íslands í sambandi við þjálfun á þessa vél sem við notum þar sem hún tók hæsta prófið. Svo var hún send til Hollands í flughermi og hún hefur velt þessu alveg upp og staðið sig með mikilli prýði.“„Má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar“ Birna Borg er dóttir Lilju Dóru Harðardóttur, sem er dóttir Harðar. Faðir Birnu er Gunnar Örn Hauksson, flugstjóri hjá Icelandair, og er bróðir hennar Haukur Gunnarsson flugmaður hjá Icelandair. „Hún er barnabarn mitt þessi stúlka, og það verður að gefa þeim séns. Hún má ekki líða fyrir að vera dóttir mömmu sinnar.“ Hörður segir Birnu Borg hafa velt því fyrir sér hvort hún ætti að leggja fyrir sig flugið eða fara að nám í verkfræði. „Hún er svo mikill námsmaður þessi stelpa að hún sagðist ætla að taka flugið fyrst því hún gæti alltaf tekið verkfræðina seinna.“Með ólíkindum hvað unga fólkið er frábært Hann segir framtíðina bjarta þegar kemur að æsku landsins. „Það er svo mikið af flottu ungu fólki til maður. Það er alveg með ólíkindum. Þó það séu alltaf einhverjir til vandræða einhvers staðar, þá er unga fólkið okkar bara svo frábært yfir höfuð.“Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Birna hóf störf hjá Flugfélaginu Erni í gær og var hennar fyrsta verk að fljúga með sautján manns á vegum samgönguráðuneytisins frá Reykavík til Sauðárkróks. „Það er bara gaman að þessu. Þessi stétt hefur verið svo karllæg lengi að það er allt í lagi að fá unga fólkið inn og leyfa því að spreyta sig á þessu,“ segir Hörður.Fjórir flugmenn ráðnir Flugfélagið Ernir var stofnað árið 1970, eða fyrir 48 árum. Hörður byrjaði á sex sæta Cessnu 185 en festi nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu. Hörður lýsti miklum vexti í innanlandsflugi í samtali við fréttir Stöðvar 2 fyrir skömmu en hann segir við Vísi að fjórir flugmenn hafi verið ráðnir til viðbótar. Tveir þeirra eru í þjálfun og tveir aðrir á leið í þjálfun á næstu mánuðum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. 12. febrúar 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15