NBA: Vinirnir LeBron James og Dwyane Wade frábærir í sigrum sinna liða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 07:30 LeBron James og Dwyane Wade. Vísir/Getty LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123 NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
LeBron James og Dwyane Wade eru miklir vinir og þeir voru liðsfélagar í vetur eða þar til að Cleveland Cavaliers skipti Wade til Miami Heat á dögunum. Þeir félagar voru báðir magnaðir í sigurleikjum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.LeBron James var með þrennu í 129-123 sigri Cleveland Cavaliers á Brooklyn Nets. James skoraði 31 stig en var einnig með 12 fráköst og 11 stoðsendingar. Þetta var tólfta þrenna hans á tímabilinu og sú 67. á ferlinum. James varð í nótt einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær að skora 30 þúsund stig, taka 8 þúsund fráköst og gefa 8 þúsund stoðsendingar. Stoðsending númer átta þúsund kom í leiknum á móti Brooklyn Nets. Leikurinn var mjög spennandi allt til loka. Karfa Rodney Hood og víti að auki kom Cleveland yfir í 123-121 þegar 40 sekúndur voru eftir og þeir LeBron James og George Hill kláruðu síðan leikinn með því að hitta úr tveimur vítaskotum hvor á síðustu sextán sekúndunum.Dwyane Wade skoraði 27 stig, það mesta sem hann hefur gert á tímabilinu, þegar Miami Heat vann 102-101 endurkomusigur á Philadelphia 76ers. Wade skoraði sigurkörfuna 5,9 sekúndum fyrir leikslok en það var eina forysta Miami í fjórða leikhlutanum. Philadelphia átti engin svör við Wade í lokin en hann skoraði fimmtán af síðustu sautján stigum Miami liðsins í leiknum. „Það er eitthvað við Dwyane Wade þegar hann klæðir sig í Miami Heat treyjuna og spilar fyrir framan þessa stuðnningsmenn,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami. „D-Wade var magnaður í lokin,“ sagði JJ Redick, leikmaður Philadelphia. Goran Dragic skoraði 21 stig, Tyler Johnson var með 16 stig og Hassan Whiteside skoraði 15 stig og tók 11 fráköst. Joel Embiid var með 23 stig fyrir Philadelphia og Dario Saric bætti við 21 stigi.Úrslitin úr leikjum NBA í nótt: Denver Nuggets - Los Angeles Clippers 120-122 Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 116-99 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 104-107 Miami Heat - Philadelphia 76ers 102-101 Charlotte Hornets - Chicago Bulls 118-103 Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 129-123
NBA Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira