Sameiginlegur fjárhagur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2018 07:00 Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Skipting lífeyrisiðgjalda er stórt hagsmunamál og ætti að vera meira í umræðunni, einkum hjá ungu fólki. Í stuttu máli er sambúðarfólki heimilt að láta allt að helming iðgjalda sinna renna til maka, en báðir aðilar þurfa að skipta sama hlutfalli. Gildir þetta bæði um samtryggingu og séreign. Barneignir eru gott tilefni til að velta þessu fyrir sér. Algengt er að annar makinn taki lengra fæðingarorlof en hinn og jafnvel launalaust leyfi að auki. Þar sem minna eða jafnvel ekkert er þá greitt í lífeyrissjóð er viðkomandi að fórna framtíðarréttindum. Því yngri sem við erum, því þyngra vegur það. Er sanngjarnt að ákvörðun um að vera heima með börnum bitni á réttindum á lífeyrisaldri? Þrátt fyrir að fjárhagur sambúðarfólks sé oft sameiginlegur eru lífeyrisréttindi það ekki. Sé mikill munur á réttindum sambúðarfólks eða hjóna er staða þeirra mjög ólík þegar annað hvort þeirra fellur frá eða við skilnað. Falli sá frá sem betri réttindi hefur á maki rétt á ákveðnum makalífeyri, sem er misjafn milli lífeyrissjóða og í flestum tilvikum einungis greiddur í nokkur ár. Það er því ótvírætt meira öryggi fólgið í jöfnun lífeyrisréttinda. Þótt lífeyrismál séu ef til vill leiðinleg og ungt fólk sýni þeim sama og engan áhuga sýnist mér þetta vekja marga til umhugsunar, nema vinir mínir séu bara að vera kurteisir og þykjast hafa áhuga þegar ég tala um lífeyri. En fæstir virðast þó hafa heyrt af þessum möguleika. Heimild til skiptingar lífeyrisiðgjalda og -réttinda er sanngirnismál sem er gott fyrir sem flesta að þekkja.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar