Sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 19:45 21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda. Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
21 kvótaflóttamaður frá Írak kom til landsins í dag. Um er að ræða fimm fjölskyldur sem þurftu að flýja erfiðar aðstæður í heimalandinu og hafa sumir í hópnum verið á flótta í allt að ellefu ár. Nú hefst nýr kafli í lífi þeirra hér á Íslandi, ýmist í Fjarðabyggð eða á Vestfjörðum. Um er að ræða fyrsta hópinn af þeim 52 kvótaflóttamönnum sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst að taka á móti. Á næstunni er einnig von á 10 hinsegin flóttamönnum frá Úganda, 21 einstaklingum í viðbót frá Írak og Súr sem nú bíða í flóttamannabúðum í Jórdaníu en þar voru fjölskyldurnar sem komu til landsins í dag áður en ferðalagið til Íslands hófst. „Það er búið að finna húsnæði handa þeim og tryggja allt hið nauðsynlega til að byrja með og síðan fara þau í íslenskukennslu og hefja bara nýjan kafla í sínu lífi,“ sagði Linda Rós Alfreðsdóttir, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu, í samtali við Stöð 2 við komu fólksins til landsins. Í október síðastliðnum fór Linda ásamt öðrum fulltrúum Íslands til Jórdaníu þar sem hópurinn var búinn undir komuna til Íslands. „Aðstæður fólksins eru geisilega mismunandi. Sumir hafa lengi verið á flótta, þeir hafa jafnvel verið á flótta, farið til annarra landa og endað þarna. Aðrir eru nýkomnir til Jórdaníu en það sem einkennir þau öll er að þetta eru einstaklingar í einstaklega viðkvæmri stöðu og eiga ekki möguleika á mannsæmandi lífi þar sem þau eru stödd,“ segir Linda. Öll hafa þau verið mislengi á flótta. „Ef ég man eftir rétt þá er fólkið búið að vera á flótta allt frá 11 árum og í eitt og hálft ár,“ segir Linda. Það verða því eflaust mikil viðbrigði að setjast að á Íslandi en Linda segir mikla eftirvæntingu ríkja í hópnum. „Þau eru gífurlega spennt og hafa miklar væntingar, það er vitað og þau eru mjög þakklát að komast úr þeim aðstæðum. En við vitum einnig að þetta er erfitt ferðalag þegar þú ert þvingaður frá þínu heimalandi sem að þú varst ánægður að búa á þá er þetta ávalt erfitt ferðalag,“ segir Linda.
Flóttamenn Tengdar fréttir 52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30 Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
52 flóttamenn á leið til landsins Fjölskyldufólk frá Írak og Sýrlandi mun fara á Vestfirði og í Fjarðabyggð og hinsegin fólk frá Úganda mun búa sér heimili í Mosfellsbæ. 7. febrúar 2018 20:30
Fimm flóttamannafjölskyldur komnar til landsins Um er að ræða fyrsta hóp svokallaðra kvótaflóttamanna sem ríkisstjórnin samþykkti í ágúst síðastliðnum að taka á móti. 27. febrúar 2018 14:39