Árásir halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 17:00 Ástandið á Ghouta svæðinu í Sýrlandi er vægast sagt hrikalegt þessa dagana. visir/Getty Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst. Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásir Sýrlandshers halda áfram á austurhluta Ghouta-svæðisins í Sýrlandi þrátt fyrir 30 daga vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardaginn var. Aðgerðasinnar segja að stjórnvöld geri árásir bæði úr lofti sem og á landi á meðan að Rússar segja að svokölluðum „mannúðlegum gangi“ , sem borgarar geta nýtt til þess að flýja, hafi verið hlíft. Á meðan á árásunum stendur komast engin hjálpargögn frá Sameinuðu þjóðunum til skila né er heldur hægt að fara með illa sært fólk í burtu. Í frétt BBC um málið kemur fram að í kringum 393.000 manns eru fastir á svæðinu í kringum Damaskus sem hefur verið á valdi sýrlenskra yfirvalda síðan 2013. Segir Rússland eina aðilann sem getur haft áhrif á Assad Læknar segja að meira en 500 einstaklingar hafi látið lífið síðan að herinn hóf árásir sínar fyrir níu dögum síðan. Frakkland hefur hvatt Rússland til þess að nýta sér áhrif sín og ítök við forseta Sýrlands, Bashar al-Assad til þess að tryggja að 30 daga vopnahléinu verði framfylgt. „Rússland er eini aðilinn sem getur fengið stjórnina til þess að framfylgja vopnahléinu,“ sagði Jean-Yves Le Drian við kollega sinn Sergei Lavrov í Moskvu. Margir slasaðir sem ekki komast undir læknishendur Samræmingarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum segir að hún hafi fengið fregnir þess efnis að árásirnar hafi haldið áfram eftir að Rússland kallaði eftir vopnahléi klukkan 7 á þriðjudag. „Ljóst er að ástandið á jörðu niðri er þannig að ekki er hægt að koma gögnum inn né heldur að flytja særða út,“ sagði Jens Laerke við fréttamenn í Genf. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að hún viti um meira en 1.000 illa særða og veika einstaklinga sem nauðsynlega þarf að flytja í burtu frá svæðinu og koma undir læknishendur. Ástandið var frekar rólegt Ástandið í austur Ghouta-svæðinu var frekar rólegt snemma á þriðjudag fyrir viku síðan. Hins vegar var einn almennur borgari drepinn í bænum Douma sem er a valdi uppreisnarmanna áður en hléið hófst.
Sýrland Tengdar fréttir Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33 Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49 Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi Vopnahléið á að hefjast tafarlaust en það veltur á að Rússar fái Assad Sýrlandsforseti til að virða það. 24. febrúar 2018 19:33
Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag. 26. febrúar 2018 22:49
Loftárásir á Ghouta þrátt fyrir vopnahlé Gerðar voru loftárásir á Ghouta héraðið í útjaðri Damaskus í gær og í morgun þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. 25. febrúar 2018 14:40