Spyr ráðherra um kostnað við ráðherrabíla og bílstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 16:29 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, leggur fyrirspurnirnar ellefu fram. vísir/ernir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram fyrirspurnir á Alþingi til allra ráðherranna ellefu í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um ráðherrabíla og bílstjóra þeirra.Fyrirspurnirnar eru samhljóða og snúa meðal annars að því hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009. Er óskað eftir sundurliðun á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Þá er einnig spurt hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum annars vegar í starfi og hins vegar utan starfs og spurt út í hvort ráðherra haldi akstursdagbók. Spurningarnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: 1. Hvaða lög og reglur kveða á um afnot ráðherra af ráðherrabílum í starfi annars vegar og utan starfs hins vegar? 2. Hefur verið gert hlunnindamat vegna notkunar ráðherra á ráðherrabílum? Ef svo er, hvert er hlunnindamatið og á hvaða forsendum er það byggt? 3. Heldur ráðherra akstursdagbók þar sem skráð eru erindi og akstursvegalengd? 4. Er akstursdagbók yfirfarin og það metið hvenær ráðherra notar bifreiðina í embættiserindum og hvenær í einkaerindum? Hver fer yfir og leggur mat á það? 5. Hver er mánaðarlegur kostnaður við rekstur hverrar ráðherrabifreiðar frá og með árinu 2009? Sundurliðun óskast á rekstri bifreiðar og kostnaði vegna bílstjóra. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um ýmsar þær aukagreiðslur sem þingmenn fá vegna starfs síns og þá helst um sérstakar akstursgreiðslur í kjölfar þess að svar barst frá forseta Alþingis, Steingrími J. Sigfússyni, um aksturskostnað. Kom þá í ljós að á liðnu ári fengu þeir tíu þingmenn sem hæstu greiðslurnar þáðu samtals tæplega 30 milljónir króna endurgreiddar í aksturskostnað. Síðustu vikur hefur svo verið aukið ákall um að fá allar upplýsingar sem snúa að aukagreiðslum til þingmanna fram og í því skyni opnaði Alþingi í dag vef þar sem upplýsingar um launakostnað og greiðslur til þingmanna koma fram. Vefurinn er þó ekki tilbúinn að öllu leyti og sem stendur tekur hann einungis til fastra launagreiðslna og fastra kostnaðargreiðslna. Gert er ráð fyrir að í næstu viku verði hægt að opna á 2. áfanga vefsins og þá verða birtar upplýsingar um breytilegar greiðslur, til dæmis endurgreiðslur fyrir útlagðan ferðakostnað. Einnig er hafinn undirbúningur að því að birta gögn aftur í tímann og er miðað við að upplýsingar verði birtar um tíu ár aftur í tímann. Þær upplýsingar sem verða birtar fyrst um sinn eru þó einungis frá 1. janúar 2018.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. 26. febrúar 2018 22:00