David Tysk hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar hjá VÍS. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu fá VÍS.
David, sem er fæddur í Svíþjóð, er með meistarapróf í verkfræði frá konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi, KTH. Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálastarfsemi, bæði frá Svíþjóð þar sem hann starfaði meðal annars hjá Sænska seðlabankanum og Nordea bankanum.
Þá hefur hann einnig starfað á Íslandi, m.a. fyrir Seðlabanka Íslands og nú síðast hjá Landsbankanum þar sem hann gegndi stöðu forstöðumanns í áhættustýringu bankans.
David tekur við starfi forstöðumanns áhættustýringar af Þóri Óskarssyni. Þórir mun sjálfur taka við stöðu tryggingastærðfræðings félagsins af Ragnari Þ. Ragnarssyni sem lætur af störfum vegna aldurs.
