Þessi 23 ára og 213 sentímetra strákur komst fyrst mest í fréttirnar fyrir að spila ekki en svo fyrir að sýna takta sem höfðu varla sést í deildinni síðan að Hakeem Olajuwon var upp á sitt besta. Nú er hann hinsvegar að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fagmannlegan undirbúning fyrir leik í NBA-deildinni.
Embiid kom snemma inn í deildina en missti af tveimur fyrstu tímabilum sínum vegna meiðsla. Hann var valinn sumarið 2014 en lék ekki sinn fyrsta leik fyrr en í október 2016.
Þegar Embiid var kominn inn á völlinn fór ekki á milli mála að þar er á ferðinni einstakur leikmaður sem hefur alla burði til að verða einn sá besti. Mikið hefur verið látið með mottó Embiid „trust the Process" sem vísar til að þegar hefur tekið sinn tíma fyrir hann að komast inn á völlinn.
Embiid var með 20,2 stig, 7,8 fráköst og 2,5 varin skot að meðaltali á 25,4 mínútum í í leik í fyrra og í vetur hefur hann spilað aðeins meira og hækkað meðaltöl sín upp í 23,9 stig, 11,2 fráköst og 3,1 stoðsendingu í leik.
Embiid hefur verið að gera mjög góða hluti en fyrir leik á móti Washington Wizards á dögunum þá var hann myndaður við það að borða hamborgara á hliðarlínunni rétt á meðan einn sjúkraþjálfari Philadelphia 76ers var að nudda á hann fæturnar. Þarna voru aðeins 90 mínútur í leik.
ESPN náði þessu á myndband eins og sést hér fyrir neðan.
Joel Embiid eating a burger while getting a footrub pregame pic.twitter.com/AC9kqwT6Pp
— The Render (@TheRenderNBA) February 26, 2018
Það er svo sem ekki hægt að kvarta mikið yfir frammistöðu hans í leiknum því Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst.
Philadelphia 76ers tapaði hinsvegar leiknum með fimmtán stigum eftir að hafa unnið sjö leiki í röð á undan og Embiid hitti aðeins úr 9 af 20 skotum í leiknum. Þessi 45 prósent skotnýting hans var sú versta hjá honum í fimm leikjum og ein sú versta á leiktíðinni.
Trust the processed meats.
Joel Embiid ate a hamburger 90 minutes before putting up his 31st double-double of the season. https://t.co/Z96w0vRyBVpic.twitter.com/SHguU4px8o
— Sporting News (@sportingnews) February 26, 2018