Ivanka trúir ekki ásökunum um kynferðislega áreitni Trump Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 23:43 Ivanka Trump segir að hún trúir því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega, þrátt fyrir fjölda ásakana. Vísir/getty Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að hún trúi því að faðir hennar hafi ekki áreitt konur kynferðislega. Donald Trump hefur verið ásakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna. Ivanka sagði í viðtali á NBC fréttastöðinni að henni þætti „nokkuð óviðeigandi“ að blaðamaður skyldi spurja hana hvort hún trúi þeim konum sem hafa sakað föður hennar um kynferðislega áreitni þegar faðir hennar hefur með ótvíræðum hætti neitað slíkum ásökunum. „Ég held að þetta sé ekki spurning sem þú myndir spyrja margar aðrar dætur,“ sagði hún í viðtalinu. “Do you believe your father's [sexual misconduct] accusers?” -@PeterAlexander“I think it's a pretty inappropriate question to ask a daughter if she believes the accusers of her father when he's affirmatively stated there's no truth to it.” -@IvankaTrump pic.twitter.com/23AVPgcOdE— TODAY (@TODAYshow) February 26, 2018 Ásakanir á hendur Trump hafa verið þess efnis að hann hafi snert og kysst konurnar án þeirra samþykkis. Donald Trump hefur neitað öllum ásökunum á hendur sér en brotin eiga að hafa átt sér stað áður en hann tók við embætti forseta. Á meðan á kosningabaráttu hans stóð hótaði hann því að lögsækja þær konur sem ásökuðu hann um áreitni en gerði það þó ekki. „Ég trúi föður mínum, ég þekki föður minn. Ég held að ég hafi þann rétt, sem dóttir, að trúa föður mínum,“ segir Ivanka Trump í viðtalinu. Rachel Crooks, ein af þeim konum sem hafa stigið fram og sagt frá áreitni af hálfu Trump, tjáði sig um téð viðtal á Twitter. „Ég skil þá óheppilegu stöðu sem hún er í, að þurfa að viðurkenna að faðir hennar er kvenhatari og „kynferðislegt rándýr“, en þeir sem halda áfram að vera samsekir honum eru einnig hluti af vandanum,“ segir Crooks í Twitter færslu sinni. I understand the unfortunate position someone would be in to have to admit their father is a misogynist and a sexual predator, but those who remain complicit in his actions are also part of the problem. #metoo #TimesUp https://t.co/hCMUnuVUn6 https://t.co/ux6FEJ41tE— Rachel Crooks for Ohio (@RachelforOhio) February 26, 2018
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45
Æ fleiri konur segja Trump hafa kynferðislega áreitt sig Lýsingar kvenna sem saka Donald Trump, forseta Bandaríkjanna um að hafa kynferðislega áreitt sig þykja sláandi líkar hans eigin lýsingum á hegðun sinni í garð kvenna í myndbandi frá því í október. Fjöldi kvenna sem sakað hafa Trump um kynferðislegt áreiti hleypur nú á tugum. 21. janúar 2017 21:00