Freydís Halla náði bestum árangri Íslendinganna á ÓL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 16:30 Freydís Halla Einarsdóttir í sviginu. Vísir/EPA Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira
Rétt rúmlega helmingur keppenda Íslands á Ólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu náðu að klára sínar greinar á leikunum sem var slitið í gær. Alpagreinakonan Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri Íslands á leikunum. Ísland sendi fimm keppendur á leikana og fjórir þeirra náðu að klára grein. Alpagreinamaðurinn Sturla Snær Snorrason komst aldrei í mark. Hann meiddist þegar hann féll í stórsviginu og varð að þeim sökum að hætta við keppni í sviginu. Freydís Halla Einarsdóttir náði bestum árangri í íslensku Ólympíuliðinu þegar hún kom í mark í 41. sæti í svigkeppninni en Ísak Stianson Pedersen var næstbestur með því að ná 55. sæti í sprettgöngu. 91 prósent íslensku keppendanna komst í mark á Ólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum en aðeins 29 prósent náðu að klára greinar sínar á leikunum í Vancouver árið 2010. Í Vancouver árið 2010 þá voru allir fjórir keppendur Íslands í alpagreinum en að þessu sinni var Ísland með þrjá af fimm keppendum sínum í skíðagöngu. Svigið hennar Freydísar Höllu var eina alpagreinin á leikunum í Pyeongchang þar sem íslenskur keppandi náði í mark.Besti árangur Íslands á ÓL í Pyeongchang 2018 41. sæti - Freydís Halla Einarsdóttir í svigi 55. sæti - Ísak Stianson Pedersen í sprettgöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 15 km skíðagöngu 56. sæti - Snorri Eyþór Einarsson í 30 km skiptigöngu 78. sæti - Elsa Guðrún Jónsdóttir í 10 km skíðagöngu Kláraði ekki - Snorri Eyþór Einarsson í 50 km skíðagöngu Kláraði ekki - Freydís Halla Einarsdóttir í stórsvigi Kláraði ekki - Sturla Snær Snorrason í stórsvigi Hætti við - Sturla Snær Snorrason í svigi (meiddur)Besti árangur Íslendinga á síðustu vetrarleikum:ÓL í Pyeongchang 2018 Freydís Halla Einarsdóttir - 41. sæti í svigiÓL í Sotsjí 2014 Helga María Vilhjálmsdóttir - 29. sæti í risasvigiÓL í Vancouver 2010 Björgvin Björginsson - 43. sæti í stórsvigiÓL í Torinó 2006 Björgvin Björginsson - 22. sæti í svigiÓL í Salt Lake City 2002 Kristinn Björnsson - 21. sæti í svigiÓL í Nagano 1998 Sveinn Brynjólfsson - 25. sæti í svigi
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Sjá meira