Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Xi Jinping nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Vísir/AFP Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira