Gríðarlegur vatnsleki í Álfkonuhvarfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 23:52 Vatnsyfirborð í bílakjallaranum hefur hækkað hratt síðan klukkan 16 í dag. Anna María Ragnarsdóttir Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil. Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Gríðarlegt magn af vatni hefur lekið inn í bílakjallara við Álfkonuhvarf í Kópavogi í kvöld. Íbúi segir allt hafa verið með felldu um klukkan 16 í dag en vatnsyfirborð hafi hækkað hratt síðustu klukkutímana. Eins og áður hefur komið fram er aftakaveður á höfuðborgarsvæðinu og hefur slökkviliðið staðið í ströngu við að aðstoða íbúa í kvöld. Anna María Ragnarsdóttir, íbúi í Álfkonuhvarfi, er ein þeirra sem þurft hefur á aðstoð slökkviliðsins að halda. Hún segir í samtali við Vísi að nágranni hafi bankað upp á hjá sér um klukkan 17 og þá hafi vatn verið byrjað að flæða í stríðum straumum inn í bílakjallarann.Anna María segir að gríðarlegt tjón hafi orðið vegna vatnslekans í kvöld.Anna María RagnarsdóttirAnna María segist ekki hafa getað opnað dyrnar á bíl sínum þegar niður í bílakjallarann var komið og hafi hún því þurft að troða sér inn í gegnum skottið. Þá var vatnið orðið of djúpt til að koma bílnum út svo honum var komið fyrir á hæsta punkti í kjallaranum. Að því búnu var hringt á slökkviliðið. „Þeir koma og segja að þetta hljóti að stoppa og að ég eigi að hringja á dælubíl. Það virkaði ekki og þetta hækkar og hækkar og núna er þetta komið í hálfa lofthæð – ef ekki meira,“ segir Anna María sem hringdi þá aftur á slökkviliðið. „Slökkvilið kom svo aftur fyrir rúmum klukkutíma og eru núna með tvær dælur, en það hefur orðið gríðarlegt tjón og það eru bílar enn fastir inni.“ Anna María vill þó koma því á framfæri að hún sé þakklát slökkviliðsmönnunum sem hafi unnið ótrúlegt þrekvirki í kvöld. Heimili hafi verið ofar bílakjöllurum í forgangsröðinni, auk þess sem borið hefur á vatnslekum víða í Reykjavík í kvöld, og því skilji hún vel að ekki hafi verið hægt að bregðast strax við lekanum í Álfkonuhvarfi. Gengið hefur á með suðaustanstormi um land allt í dag, auk töluverðrar rigningar sunnan heiða. Á vef Veðurstofu Íslands segir að lægja muni í nótt, fyrst vestantil.
Veður Tengdar fréttir Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Sjá meira
Slökkviliðið á haus í veðurútköllum Mikill vatnsagi hefur gert mörgum borgarbúum lífið leitt. Slökkviliðið hefur þurft að forgangsraða útköllum vegna annríkis. 23. febrúar 2018 22:21