Geldingar á grísum nær aflagðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 20:30 Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Geldingar á grísum eru nánast aflagðar á Íslandi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Hún segir aðbúnað svína hafa bæst verulega að undanförnu. Í lok árs 2014 tók gildi ný reglugerð um velferð svína þar sem kveðið er á að um að öll dýr skuli deyfa eða svæfa fyrir sársaukafullar aðgerðir. Ákvæðinu var einna helst ætlað að koma í veg fyrir geldingar án deyfingar. Geldingarnar eru stundaðar við nær allan svínabúskap í heiminum til að koma í veg fyrir svokallaða galtarlykt af svínakjöti sem fellur neytendum ekki í geð. Í dag, rúmum tveimur árum síðar, eru geldingar nær aflagðar og um 99% grísa á Íslandi eru í staðinn bólusettir gegn galtarlykt. Þróunin hefur verið hröfð þar sem hlutfallið var um 50% í upphafi síðasta árs.Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.„Þetta er algjör bylting og ég held að Ísland sé eina landið í heiminum sem hefur náð þessum árangri; að hætta að gelda og fara að bólusetja," segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir þetta mikið framfaramál í dýravelferð. „Því að bólusetningin er miklu vænlegri kostur fyrir dýrið. Miklu minna inngrip og velferð þeirra eru miklu betur borgið þannig," segir Sigurborg. Í sömu reglugerð var bændum gefinn tíu ára frestur til að til að hætta básahaldi og koma svínum í lausagöngu. Í lok síðasta árs voru 2/3 hluti af gyltum landsins komnar í lausagöngu á fangtíma en allir svínabændur hafa lagt fram útbótaáætlanir sem Matvælastofnun hefur samþykkt.Fyrir um tveimur árum vöktu myndir er sýndu slæman aðbúnað íslenskra svína mikla athygli en þar mátti til dæmis sjá gyltur í of þröngum básum. Sigurborg telur að svínabændur séu farnir að sinna athugasemdum betur vegna aukinnar umræðu um dýravelferð. „Á síðasta ári fórum við í 25 eftirlitsferðir á 20 staði og auðvitað voru gerðar athugasemdir, ég segi ekki á öllum stöðum en það var oft. En það er ekkert sem hefur ekki verið bætt úr. Þannig við höfum ekki þurft að fara í þvinganir," segir Sigurborg.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira