Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Víkingur 32-19 | Haukar stungu af í síðari hálfleik Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2018 19:15 Vísir Haukar unnu þrettán marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Lokatölur urðu 32-19 eftir að staðan í hálfleik var 13-12. Haukar stungu af í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. Liðin gerðu jafntefli í fyrri umferðinni og kom það mörgum á óvart. Leikurinn í kvöld var jafn í byrjun og Víkingar augljóslega hvergi hættir þó staðan í deildinni sé ekki björt. Þeir byrjuðu strax í upphafi á að spila með sjö sóknarmenn og kom það svolítið í bakið á þeim því Haukar skoruðu fjögur mörk í tómt markið í fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn komust Haukar í 13-8 og virtust ætla að stinga af. Víkingar voru óskynsamir í sókninni á þessum kafla og það nýttu Haukar sér. En Víkingar bitu frá sér. Þeir nýttu sér mistök Haukamanna sem töpuðu boltanum hvað eftir annað og skoruðu fjögur mörk í röð. Staðan í hálfleik 13-12 og spenna í leiknum. Víkingar byrjuðu síðari hálfleik á að jafna í 13-13 og fögnuðu því vel. Síðan tóku Haukar við. Þeir lokuðu vörninni og Björgvin Páll Gústavsson tók þau skot sem rötuðu á markið. Víkingar skoruðu ekki í meira en tíu mínútur, Haukar skoruðu níu mörk í röð og komust í 22-13. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Víkingar bitu reyndar aðeins frá sér og ágæt innkoma Ragnars Áka Ragnarssonar lyfti stemmningunni aðeins upp þeirra megin en hann skoraði 3 mörk á skömmum tíma. Haukar sigldu sigrinum hins vegar örugglega í höfn og unnu að lokum með þrettán mörkum eftir að hafa skorað sex síðustu mörk leiksins, lokatölur 32-19.Af hverju unnu Haukar?Þeir hafa einfaldlega á að skipa betra liði en Víkingar og um leið og hin öfluga vörn Hauka fór að spila af eðlilegri getu þá áttu Víkingar engin svör. Björgvin Páll var með yfir 50% markvörslu og þegar það gerist tapa Haukar ekki mörkum leikjum. Víkingar fengu á sig fjögur mörk í tómt markið í fyrri hálfleik og það er auðvitað alltaf dýrt. Með aðeins meiri skynsemi í sókninni hefðu þeir getað haldið muninum undir tíu mörkum en sigur Hauka var bæði sanngjarn og viðbúinn.Þessir stóðu upp úr:Það voru margir sem komust á blað hjá Haukum í dag en alls skoruðu 11 leikmenn þeirra mark. Björgvin Páll var öflugur í markinu að vanda, varði 14 af þeim 27 skotum sem hann fékk á sig og skoraði þar að auki tvö mörk. Andri Scheving kom inn síðustu tuttugu mínúturnar og varði sex skot. Pétur Pálsson nýtti færin sín vel af línunni og skoraði 5 mörk. Árni Þór Sigtryggsson virðist einnig vera að komast betur inn í leik Hauka eftir skiptin úr Val en hann skoraði einnig 5 mörk. Hjá Víkingum átti Birgir Már Birgisson ágæta spretti Ragnar Áki ágæta innkomu eins og áður sagði.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Víkinga gekk illa í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 7 mörk í síðari hálfleik og þar af aðeins eitt á fyrstu þrettan mínútunum. Þetta lagði grunninn að sigri Hauka sem skoruðu úr hraðaupphlaupum og stungu af. Þrátt fyrir baráttu Víkinga lengst af gáfust þeir upp í lokin og Haukar skoruðu síðustu sex mörkin.Hvað gerist næst?Haukar fara næst á Seltjarnarnesið og mæta Gróttu á miðvikudaginn. Grótta hefur náð góðum úrslitum í vetur og þetta verður síður en svo auðveldur leikur fyrir Hafnfirðinga. Þeir vonast eflaust eftir að Tjörvi Þorgeirsson verði með í þeim leik en hann var frá í dag vegna meiðsla. Víkingar eiga sömuleiðis leik á miðvikudag þegar þeir taka á móti Aftureldingu. Það gæti farið svo að þeir yrðu fallnir fyrir þann leik ef Grótta nær í stig á morgun gegn Selfyssingum. Gunnar: Úrslitaleikir framundanGunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/anton„Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. Haukar leiddu 13-12 í hálfleik eftir að hafa verið komnir með fimm marka forystu í stöðunni 13-8. „Um leið og við náðum forskoti í fyrri hálfleik þá slökuðum við á. Þeir refsuðu okkur og við vorum fljótir að missa forystuna niður. Fyrir utan þennan tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þá er ég ánægður með strákana. Menn sáu það í hálfleik að þeir gátu ekki sparað sig eins og þeir ætluðu sér. Við þurftum að gefa í og við kláruðum þetta á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Haukar eiga í harðri baráttu um heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. „Þetta eru bara allt úrslitaleikir framundan. Við erum komnir á þann tíma ársins þar sem leikirnir skipta miklu máli og við megum ekkert misstíga okkur frekar en aðrir. Við förum í hvern leik sem úrsltialeik og ætlum okkur að ná eins mörgum stigum og við getum. Við þurfum að vera klárir í leikina framundan.“ Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka var ekki með í dag en Gunnar sagði hann vera meiddan á hné og að hann hefði spilað meiddur í síðasta leik gegn Selfyssingum. „Við ákváðum að hvíla hann núna og sjá hvort við náum ekki að koma honum í stand aftur. Við sjáum til hvernig hann verður og skouðum stöðuna aftur á morgun.“ Gunnar: Vorum að undirbúa okkur fyrir Grill66-deildinaGunnar Gunnarsson þjálfar Víkingvísir/eyþór„Meirihlutann af fyrri hálfleik fannst mér við vera nokkuð góðir. Við missum þá reyndar fram úr okkur og þetta leit ekkert alltof vel út á tímabíli en svo náum við að minnka muninn í eitt mark og jöfnum svo í byrjun seinni hálfleiks. Svo fór sóknarleikurinn í frost í fimmtán mínútur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkinga í samtali við Vísi eftir tapið gegn Haukum í dag. „Við erum að búa okkur til nokkuð góð færi á línunni og í hornunum sem við nýtum ekki og það var svarað með marki í bakið nánast í hverst skipti,“ bætti Gunnar við. Gunnar sagði það blöndu af slökum sóknarleik sinna manna og sterkri vörn Hauka sem skóp sigur Haukanna í dag. „Ég held við séum að fá ein þrjú eða fjögur dauðafæri af línunni. Þeir stigu framar í vörninni og voru grimmari en í fyrri hálfleiknum. Mér fannst við vera að fá færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við skorum ekki í einhverjar fimmtán mínútur.“ Gunnar sá þó ljósa punkta í leik sinna manna og til að mynda átti Ragnar Áki Ragnarsson ágæta innkomu í síðari hálfleik og skoraði þrjú góð mörk. „Það eru ungir strákar að fá tækifæri og Ragnar er búinn að standa sig mjög vel í vetur og æfa vel. Hann á skilið tækifærið og nýtir það vel. Gaman að sjá að hann kemur óhræddur og lætur vaða. Þeir eru ekkert gamlir margir þarna,“ sagði Gunnar um sína menn. Víkingar eru svo gott sem fallinr og geta gert það á morgun ef Grótta nær í stig á Selfossi. „Er það ekki „one in million?“ Eða er það farið líka?,“ spurði Gunnar þegar blaðamaður nefndi stöðuna í deildinni við hann. „Við erum ekkert farnir að undirbúa 1.deildina því við ætlum að klára þetta mót. En við getum sagt að fyrir ári síðan vorum við að undirbúa liðið fyrir Grill66-deildina og þegar við fengum þetta óvænta boð um að spila í Olís-deildinni. Ef sú verður niðurstaðan að við föllum, sem flest bendir til, þá förum við aftur í þau spor og byggjum þessa drengi upp. Þeir eru búnir að fá árið í Olís-deildinni og eru reynslunni ríkari,“ sagði Gunnar borubrattur. Árni Þór: Þriðji leikurinn gegn Víkingum og það hefur aldrei verið auðveltBjörgvin Páll Gústavsson var góður í marki Hauka í dag og skoraði þar að auki tvö mörk yfir endilegan völlinn.vísir/antonÁrni Þór Sigtryggsson gekk til liðs við Hauka frá Val fyrir ekki svo löngu síðan og hefur verið að koma betur og betur inn í leik Haukanna. Hann skoraði 5 mörk í sigrinum á Víkingum dag. „Þetta er í þriðja skipti sem ég spila við Víkinga í vetur og það hefur aldrei verið auðvelt. Ég bjóst ekki við neinum auðveldum sigri. Við gátum gert mikið betur í fyrri hálfleik, vorum komnir í þægilega fjarlægð og missum það niður. Þeir eru seigir, draga hraðann niður og nota þetta 7 gegn 6 vopn. Í seinni hálfleik tökum við okkur saman í andlitinu og klárum leikinn,“ sagði Árni Þór við Vísi eftir leik. Síðasti leikur Hauka endaði með ævintýralegu tapi gegn Selfyssingum þar sem Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum eftir Haukar höfðu leitt með þremur mörkum skömmu áður. „Maður hefur spilað marga leiki en ég held ég hafi sjaldan lent í einhverju svona. Það var erfitt en við ákváðum að funda strax daginn eftir og klára þetta. Við erum búnir að æfa mikið maður á mann og teljum okkur vera búnir að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ sagði Árni en maður á mann vörn Selfyssinga sló Hauka alveg út af laginu í þeim leik. Eins og áður segir er baráttan um heimavallarétt í úrslitakeppninni hörð. „Ég held að það eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því að þeim leikjum sem við eigum eftir. Hvort við náum inn í topp fjóra verður að koma í ljós en við einbeitum okkur að okkar leikjum og „final four“ í bikarnum og sjáum hvað setur,“ sagði Árni sem sagðist vera að komast betur inn í leik Hauka. „Ég verð að viðurkenna að í lokin þegar ég var á miðjunni þá var ég ekki alveg með öll kerfin á hreinu. Ég er að finna taktinn og ég er glaður með það.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Úrslitaleikir framundan „Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. 25. febrúar 2018 18:59
Haukar unnu þrettán marka sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Olís-deildinni á Ásvöllum í dag. Lokatölur urðu 32-19 eftir að staðan í hálfleik var 13-12. Haukar stungu af í seinni hálfleik og unnu sanngjarnan sigur. Liðin gerðu jafntefli í fyrri umferðinni og kom það mörgum á óvart. Leikurinn í kvöld var jafn í byrjun og Víkingar augljóslega hvergi hættir þó staðan í deildinni sé ekki björt. Þeir byrjuðu strax í upphafi á að spila með sjö sóknarmenn og kom það svolítið í bakið á þeim því Haukar skoruðu fjögur mörk í tómt markið í fyrri hálfleik. Um miðjan hálfleikinn komust Haukar í 13-8 og virtust ætla að stinga af. Víkingar voru óskynsamir í sókninni á þessum kafla og það nýttu Haukar sér. En Víkingar bitu frá sér. Þeir nýttu sér mistök Haukamanna sem töpuðu boltanum hvað eftir annað og skoruðu fjögur mörk í röð. Staðan í hálfleik 13-12 og spenna í leiknum. Víkingar byrjuðu síðari hálfleik á að jafna í 13-13 og fögnuðu því vel. Síðan tóku Haukar við. Þeir lokuðu vörninni og Björgvin Páll Gústavsson tók þau skot sem rötuðu á markið. Víkingar skoruðu ekki í meira en tíu mínútur, Haukar skoruðu níu mörk í röð og komust í 22-13. Eftir þetta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda. Víkingar bitu reyndar aðeins frá sér og ágæt innkoma Ragnars Áka Ragnarssonar lyfti stemmningunni aðeins upp þeirra megin en hann skoraði 3 mörk á skömmum tíma. Haukar sigldu sigrinum hins vegar örugglega í höfn og unnu að lokum með þrettán mörkum eftir að hafa skorað sex síðustu mörk leiksins, lokatölur 32-19.Af hverju unnu Haukar?Þeir hafa einfaldlega á að skipa betra liði en Víkingar og um leið og hin öfluga vörn Hauka fór að spila af eðlilegri getu þá áttu Víkingar engin svör. Björgvin Páll var með yfir 50% markvörslu og þegar það gerist tapa Haukar ekki mörkum leikjum. Víkingar fengu á sig fjögur mörk í tómt markið í fyrri hálfleik og það er auðvitað alltaf dýrt. Með aðeins meiri skynsemi í sókninni hefðu þeir getað haldið muninum undir tíu mörkum en sigur Hauka var bæði sanngjarn og viðbúinn.Þessir stóðu upp úr:Það voru margir sem komust á blað hjá Haukum í dag en alls skoruðu 11 leikmenn þeirra mark. Björgvin Páll var öflugur í markinu að vanda, varði 14 af þeim 27 skotum sem hann fékk á sig og skoraði þar að auki tvö mörk. Andri Scheving kom inn síðustu tuttugu mínúturnar og varði sex skot. Pétur Pálsson nýtti færin sín vel af línunni og skoraði 5 mörk. Árni Þór Sigtryggsson virðist einnig vera að komast betur inn í leik Hauka eftir skiptin úr Val en hann skoraði einnig 5 mörk. Hjá Víkingum átti Birgir Már Birgisson ágæta spretti Ragnar Áki ágæta innkomu eins og áður sagði.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Víkinga gekk illa í seinni hálfleik. Þeir skoruðu ekki nema 7 mörk í síðari hálfleik og þar af aðeins eitt á fyrstu þrettan mínútunum. Þetta lagði grunninn að sigri Hauka sem skoruðu úr hraðaupphlaupum og stungu af. Þrátt fyrir baráttu Víkinga lengst af gáfust þeir upp í lokin og Haukar skoruðu síðustu sex mörkin.Hvað gerist næst?Haukar fara næst á Seltjarnarnesið og mæta Gróttu á miðvikudaginn. Grótta hefur náð góðum úrslitum í vetur og þetta verður síður en svo auðveldur leikur fyrir Hafnfirðinga. Þeir vonast eflaust eftir að Tjörvi Þorgeirsson verði með í þeim leik en hann var frá í dag vegna meiðsla. Víkingar eiga sömuleiðis leik á miðvikudag þegar þeir taka á móti Aftureldingu. Það gæti farið svo að þeir yrðu fallnir fyrir þann leik ef Grótta nær í stig á morgun gegn Selfyssingum. Gunnar: Úrslitaleikir framundanGunnar Magnússon þjálfari Hauka.vísir/anton„Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. Haukar leiddu 13-12 í hálfleik eftir að hafa verið komnir með fimm marka forystu í stöðunni 13-8. „Um leið og við náðum forskoti í fyrri hálfleik þá slökuðum við á. Þeir refsuðu okkur og við vorum fljótir að missa forystuna niður. Fyrir utan þennan tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik þá er ég ánægður með strákana. Menn sáu það í hálfleik að þeir gátu ekki sparað sig eins og þeir ætluðu sér. Við þurftum að gefa í og við kláruðum þetta á fyrstu 10-15 mínútunum í seinni hálfleik,“ bætti Gunnar við. Haukar eiga í harðri baráttu um heimavallarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar nú þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni. „Þetta eru bara allt úrslitaleikir framundan. Við erum komnir á þann tíma ársins þar sem leikirnir skipta miklu máli og við megum ekkert misstíga okkur frekar en aðrir. Við förum í hvern leik sem úrsltialeik og ætlum okkur að ná eins mörgum stigum og við getum. Við þurfum að vera klárir í leikina framundan.“ Tjörvi Þorgeirsson leikstjórnandi Hauka var ekki með í dag en Gunnar sagði hann vera meiddan á hné og að hann hefði spilað meiddur í síðasta leik gegn Selfyssingum. „Við ákváðum að hvíla hann núna og sjá hvort við náum ekki að koma honum í stand aftur. Við sjáum til hvernig hann verður og skouðum stöðuna aftur á morgun.“ Gunnar: Vorum að undirbúa okkur fyrir Grill66-deildinaGunnar Gunnarsson þjálfar Víkingvísir/eyþór„Meirihlutann af fyrri hálfleik fannst mér við vera nokkuð góðir. Við missum þá reyndar fram úr okkur og þetta leit ekkert alltof vel út á tímabíli en svo náum við að minnka muninn í eitt mark og jöfnum svo í byrjun seinni hálfleiks. Svo fór sóknarleikurinn í frost í fimmtán mínútur,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari Víkinga í samtali við Vísi eftir tapið gegn Haukum í dag. „Við erum að búa okkur til nokkuð góð færi á línunni og í hornunum sem við nýtum ekki og það var svarað með marki í bakið nánast í hverst skipti,“ bætti Gunnar við. Gunnar sagði það blöndu af slökum sóknarleik sinna manna og sterkri vörn Hauka sem skóp sigur Haukanna í dag. „Ég held við séum að fá ein þrjú eða fjögur dauðafæri af línunni. Þeir stigu framar í vörninni og voru grimmari en í fyrri hálfleiknum. Mér fannst við vera að fá færi en auðvitað er þetta erfitt þegar við skorum ekki í einhverjar fimmtán mínútur.“ Gunnar sá þó ljósa punkta í leik sinna manna og til að mynda átti Ragnar Áki Ragnarsson ágæta innkomu í síðari hálfleik og skoraði þrjú góð mörk. „Það eru ungir strákar að fá tækifæri og Ragnar er búinn að standa sig mjög vel í vetur og æfa vel. Hann á skilið tækifærið og nýtir það vel. Gaman að sjá að hann kemur óhræddur og lætur vaða. Þeir eru ekkert gamlir margir þarna,“ sagði Gunnar um sína menn. Víkingar eru svo gott sem fallinr og geta gert það á morgun ef Grótta nær í stig á Selfossi. „Er það ekki „one in million?“ Eða er það farið líka?,“ spurði Gunnar þegar blaðamaður nefndi stöðuna í deildinni við hann. „Við erum ekkert farnir að undirbúa 1.deildina því við ætlum að klára þetta mót. En við getum sagt að fyrir ári síðan vorum við að undirbúa liðið fyrir Grill66-deildina og þegar við fengum þetta óvænta boð um að spila í Olís-deildinni. Ef sú verður niðurstaðan að við föllum, sem flest bendir til, þá förum við aftur í þau spor og byggjum þessa drengi upp. Þeir eru búnir að fá árið í Olís-deildinni og eru reynslunni ríkari,“ sagði Gunnar borubrattur. Árni Þór: Þriðji leikurinn gegn Víkingum og það hefur aldrei verið auðveltBjörgvin Páll Gústavsson var góður í marki Hauka í dag og skoraði þar að auki tvö mörk yfir endilegan völlinn.vísir/antonÁrni Þór Sigtryggsson gekk til liðs við Hauka frá Val fyrir ekki svo löngu síðan og hefur verið að koma betur og betur inn í leik Haukanna. Hann skoraði 5 mörk í sigrinum á Víkingum dag. „Þetta er í þriðja skipti sem ég spila við Víkinga í vetur og það hefur aldrei verið auðvelt. Ég bjóst ekki við neinum auðveldum sigri. Við gátum gert mikið betur í fyrri hálfleik, vorum komnir í þægilega fjarlægð og missum það niður. Þeir eru seigir, draga hraðann niður og nota þetta 7 gegn 6 vopn. Í seinni hálfleik tökum við okkur saman í andlitinu og klárum leikinn,“ sagði Árni Þór við Vísi eftir leik. Síðasti leikur Hauka endaði með ævintýralegu tapi gegn Selfyssingum þar sem Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmarkið á lokasekúndunum eftir Haukar höfðu leitt með þremur mörkum skömmu áður. „Maður hefur spilað marga leiki en ég held ég hafi sjaldan lent í einhverju svona. Það var erfitt en við ákváðum að funda strax daginn eftir og klára þetta. Við erum búnir að æfa mikið maður á mann og teljum okkur vera búnir að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur,“ sagði Árni en maður á mann vörn Selfyssinga sló Hauka alveg út af laginu í þeim leik. Eins og áður segir er baráttan um heimavallarétt í úrslitakeppninni hörð. „Ég held að það eina sem við getum gert er að einbeita okkur að því að þeim leikjum sem við eigum eftir. Hvort við náum inn í topp fjóra verður að koma í ljós en við einbeitum okkur að okkar leikjum og „final four“ í bikarnum og sjáum hvað setur,“ sagði Árni sem sagðist vera að komast betur inn í leik Hauka. „Ég verð að viðurkenna að í lokin þegar ég var á miðjunni þá var ég ekki alveg með öll kerfin á hreinu. Ég er að finna taktinn og ég er glaður með það.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Gunnar: Úrslitaleikir framundan „Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. 25. febrúar 2018 18:59
Gunnar: Úrslitaleikir framundan „Við kláruðum leikinn eins og menn og náðum í þessi tvö stig sem eru í boði og það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Hauka eftir þrettán marka sigur á Víkingum í Olís-deildinni í dag. 25. febrúar 2018 18:59
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti