Þakklátur fyrir að enginn slasaðist í óhappinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Frá vettvangi slyssins. Andrea Ósk Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“ Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Eigandi fyrirtækisins Stjörnugrís þakkar fyrir að ekki fór verr í umferðaróhappi flutningabíls þeirra á Sæbraut á þriðjudag. Bíllinn var að flytja kjöt og endaði afurðin öll í götunni. Við tók mikið hreinsistarf sem krafðist þess að lokað var fyrir umferð á Sæbraut í meira en tvær klukkustundir. „Maður þakkar forsjánni fyrir að enginn slasaðist,“ segir Geir Gunnar Geirsson meðeigandi í Stjörnugrís í samtali við Vísi.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna óhappsins og voru sumir vegfarendur vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagði að óhappið hafi undirstrikað að mörgu leyti hversu viðkvæmt gatnakerfið er og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast. „Þetta er þungur flutningur og vegirnir eru ójafnir og það eru svona rendur í þeim. Hann tekur beygju og kannski hefur hann keyrt harkalega eða það hefur verið klakaójafna eða eitthvað á veginum og hann hefur henst til og þá hefur þetta gerst að það hefur komið hnykkur á farminn,“ segir Geir um óhappið.Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu vegna umferðaróhappsins. Vísir/HannaGrísaskrokkarnir fóru beint í urðun Einhverjir vegfarendur töldu fyrst að bíll hefði oltið á veginum en Geir segir að kassinn aftan á bílnum hafi einfaldlega sprungið. „Kassinn eða þessar umbúðir eiga að vera það sterkar að þær eiga að þola slíkt en þarna hefur það því miður gerst að svo var ekki. Hann bara springur og þeyttist hliðin úr honum þegar það kom hnykkur á farminn.“ Bíllinn var á leið í kjötvinnslu með 120 bútaða grísi. „Þetta fór allt í götuna og allt í urðun. Þetta var altjón, það má segja það.“ Geir segir að það segi sig sjálft að þetta sé fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið og eru þau nú að kanna hvort þau hafi verið tryggð fyrir óhappi með þessu.Hefði getað verið ljótt Aftari hlutinn á bílnum er alveg ónýtur en bílstjórinn slasaðist ekki í óhappinu. Geir segir mikið mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer varð enginn fyrir slysi, það er það sem skiptir mestu máli. Það hefði verið ljótt ef einhver hefði verið að aka við hliðina á bílnum til dæmis. Svo við erum þakklát forsjánni fyrir það.“ Í Vegan Ísland hópnum myndaðist umræða um svínaskrokkana á Sæbraut og vonuðu þar einhverjir að þetta myndi vekja fólk til umhugsunar um kjötát. Geir vildi ekki tjá sig um þá umræðu. „Það verður hver að hafa sína skoðun og lífsspeki.“
Samgöngur Tengdar fréttir Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Bútaðir grísir ollu miklum umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu Hreinsun lokið og búið að opna fyrir umferð á ný. 20. febrúar 2018 09:21