Körfubolti

LeBron vill ekki breyta úrslitakeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron vill ekki breyta neinu.
LeBron vill ekki breyta neinu. vísir/getty
Adam Silver, yfirmaður NBA-deildarinnar, viðraði þá hugmynd á dögunum að breyta úrslitakeppni deildarinnar en sú hugmynd hefur fengið misjafnar undirtektir.

Í stað þess að spila úrslitakeppni í Austur- og Vesturdeildinni þá myndu einfaldlega sextán bestu lið deildarinnar taka þátt í úrslitakeppninni samkvæmt hugmyndum Silver.

Liðum úr Austurdeildinni gæti þá hugsanlega fækkað enda hefur sú deild verið mun lakari en Vesturdeildin síðustu ár. LeBron er búinn að fara í úrslit sjö ár í röð og það hefur ekki alltaf verið mjög erfið leið hjá honum í gegnum Austurdeildina.

„Það var sniðugt að breyta aðeins til með Stjörnuleikinn en við skulum ekki missa okkur í einhverju rugli með úrslitakeppnina,“ sagði LeBron James, leikmaður Cleveland, sem er ekki hrifinn af þessum hugmyndum.

„Við erum með tvær deildir og það eru krýndir meistarar í þessum deildum. Svo er það mismunandi hvaða deild vinnur stóru keppnina. Austurdeildin var einu sinni betri og það verða sveiflur fram og til baka. Því sé ég ekki neina ástæðu til þess að breyta þessu.“

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×