Slysasleppingar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Fáir horfa á sauðkindina sem nýbúa á Íslandi. Hún sá til þess að þjóðin hvorki svalt né króknaði. Fyrir það hefur hún notið virðingar og ýmsir stigið á stokk til að verja hana fyrir óviðeigandi árásum. Þegar sauðkindin kom til landsins með landnámsfólki tók íslenski laxinn á móti þeim. Hann hafði búið hér löngu fyrir komu þessara gesta og hefur ekki síður verið búbót landsmanna alla tíð. Því er forvitnilegt að bera saman virðingarstig sauðkindarinnar og íslenska laxins. Nú berast fréttir af því að sjókví fyrir laxeldi á Vestfjörðum hafi sokkið og önnur skemmst. Það kom fram að í einni sjókví eru 500-600 tonn af norskum eldislaxi. Það gæti jafngilt allt að 130.000 tíu punda löxum. Framleiðandinn telur að enginn lax hafi sloppið. Umhverfisstofnun hefur þó kallað eftir frekar gögnum í málinu. Landssamband fiskeldisstöðva réð fyrrverandi forseta Alþingis sem framkvæmdastjóra eftir að hann hætti þar. Málflutningur framkvæmdastjórans um verðmætasköpun og ný störf hefur verið fyrirferðarmikill og atvinnugreinin í mikilli sókn. Áhyggjur hans af verndun íslenska laxastofnsins og íslenskrar náttúru eru engar. Framkvæmdastjórinn telur eðlilegt að norskur eldislax sé fluttur til Íslands og alinn við strendur landsins í opnum sjókvíum. Kvíum sem vitað er að halda ekki öllum fiski. Það “slys” sem varð nú segir sína sögu um það gríðarlega magn og þar með þá gríðarlegu áhættu sem íslenski laxastofninn og þar með íslensk náttúra býr við. Auk þess er þekkt að mengun eldisins er umtalsverð. Svokallaðar slysasleppingar eru tíðar í fiskeldi í sjókvíum og ljóst að enginn hvati er hjá fyrirtækjum sem slíkt stunda að tilkynna þegar fiskur sleppur út. Slysið í Tálknafirði er skýrt dæmi um það. Viðhorfið gagnvart náttúrunni endurspeglast í nýlegu viðtali við framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva þegar hann sagði að “slysasleppingum” færi fækkandi og nær væri að horfa á það jákvæða. Hann gleymdi hörmulegum afleiðingum fiskeldis á norska laxastofninn og norska náttúru. Það má spyrja hvort fyrrverandi forseti Alþingis hefði tekið það í mál á meðan hann var þingmaður, að fluttar væru inn norskar kindur í miklu magni og þeim komið fyrir á Vestfjörðum til að auka þar atvinnu. Ef þær færu út fyrir það svæði sem þeim væri ætlað yrði líklega hverfandi blöndun við íslenska stofninn. Stjórnvöld virðast ekki hafa markað sér stefnu í fiskeldi og því spurning hvort skaðinn hefur þegar orðið. Hver ber þá ábyrgð? Enn er talið eðlilegt að auka við framleiðsluna sem þegar er hafin. Náttúran virðist vera undir í baráttunni. Íslenskur sjávarútvegur er ábyrgur og sjálfbær. Af hverju er ekki horft til þess árangurs sem við höfum náð í sjávarútvegi í sátt við náttúruna. Sú stefna skilar góðu afurðaverði og fjölda starfa. Er ekki rétt að horfa til þess að nýta íslenska laxastofninn í fiskeldi, ef við viljum efla þá atvinnugrein? Skapa landinu sérstöðu á þessu sviði og búa til störf við seiðaeldi og framleiðslu úr íslenskum stofni.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar