Allt að 25 gráðum hlýrra en vanalega í hitabylgju á norðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 22:55 Óvanaleg hlýindi hafa komið síðustu vetur á norðurskautinu. Hafísinn var í lágmarki fyrir árstíma þar í janúar. Myndin er úr safni. Vísir/AFP Hiti á norðurskautinu hefur á sumum stöðum verið meira en 25°C hærri en vanalega í febrúar. Norðan 80. breiddargráðu norður hefur meðalhitinn verið um 6°C hærri á fyrstu mánuðum ársins en í venjulegu árferði.Washington Post segir frá því að hitinn á Morris Jesup-höfða, nyrstu veðurathugunarstöð heims nyrst á Grænlandi, hafi verið yfir frostmarki í meira en sólahring frá mánudegi fram á þriðjudag. Það gerist þrátt fyrir að sólin hafi sest þar í október og rísi ekki aftur fyrr en í mars. Ástæðan er rakin til hlýs lofts sem flæðir úr öllum áttum inn á norðurskautið. Í norðurhluta Alaska hefur hitastigið verið allt að 25°C yfir meðaltali. Hitamet fyrir árstíma var slegið í Utquagvik þar sem hitinn náði -1°C. Það er 22°C yfir meðaltali þar.Hitinn gæti farið yfir frostmark á norðurpólnumÚtbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur aldrei mælst minni miðað við árstíma nú í janúar samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu vetur. Hitinn mældist langt yfir meðaltali veturna 2015 til 2016 og 2016 til 2017. Loftslagslíkön spá því að hlýindi af þessu tagi séu líklegri á hlýnandi jörðu þar sem hlýir loftstraumar eigi greiðari leið norður á bóginn þegar hafísinn á norðurskautinu hopar. Spáð er áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu næstu daga. Hitinn á sumum stöðum gæti orðið allt að 34°C hærri en vanalega. Á norðurpólnum sjálfum gæti hitinn jafnvel farið yfir frostmark á fimmtudag og sunnudag. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hiti á norðurskautinu hefur á sumum stöðum verið meira en 25°C hærri en vanalega í febrúar. Norðan 80. breiddargráðu norður hefur meðalhitinn verið um 6°C hærri á fyrstu mánuðum ársins en í venjulegu árferði.Washington Post segir frá því að hitinn á Morris Jesup-höfða, nyrstu veðurathugunarstöð heims nyrst á Grænlandi, hafi verið yfir frostmarki í meira en sólahring frá mánudegi fram á þriðjudag. Það gerist þrátt fyrir að sólin hafi sest þar í október og rísi ekki aftur fyrr en í mars. Ástæðan er rakin til hlýs lofts sem flæðir úr öllum áttum inn á norðurskautið. Í norðurhluta Alaska hefur hitastigið verið allt að 25°C yfir meðaltali. Hitamet fyrir árstíma var slegið í Utquagvik þar sem hitinn náði -1°C. Það er 22°C yfir meðaltali þar.Hitinn gæti farið yfir frostmark á norðurpólnumÚtbreiðsla hafíssins á norðurskautinu hefur aldrei mælst minni miðað við árstíma nú í janúar samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Hlýindakaflar af þessu tagi hafa verið reglulegir viðburðir á norðurskautinu síðustu vetur. Hitinn mældist langt yfir meðaltali veturna 2015 til 2016 og 2016 til 2017. Loftslagslíkön spá því að hlýindi af þessu tagi séu líklegri á hlýnandi jörðu þar sem hlýir loftstraumar eigi greiðari leið norður á bóginn þegar hafísinn á norðurskautinu hopar. Spáð er áframhaldandi hlýindum á norðurskautinu næstu daga. Hitinn á sumum stöðum gæti orðið allt að 34°C hærri en vanalega. Á norðurpólnum sjálfum gæti hitinn jafnvel farið yfir frostmark á fimmtudag og sunnudag.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00
Sjávarstaða næstu alda gæti ráðist á næstu fimm árum Tafir á loftslagsaðgerðum núna hafa áhrif langt inn í framtíðina. Yfirborð sjávar gæti hækkað um 70-120 sentímetra fyrir árið 2300 jafnvel þó að markmið Parísarsamkomulagsins náist. 20. febrúar 2018 22:54