Göngum við í takt? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 21. febrúar 2018 09:57 Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Kröfur samfélagsins snúast meira og meira um lausnamiðaða nálgun í allri þjónustu hvert sem litið er. Ekki nóg með það heldur eru ekki síður háværari kröfur um hraðari og einstaklingsmiðaðri þjónustu með hverjum deginum sem líður. Við gerum kröfu um að öll þjónusta sé framúrskarandi. Að okkur sé mætt eftir þörfum okkar hverju sinni þegar við þiggjum þá þjónustu sem við þurfum á að halda. Við viljum að velferðarkerfið sé einstaklingsmiðað, upplýsandi um þá þjónustu sem er í boði og viðkomandi á rétt á hverju sinni. Allt eru þetta breytingar til hins betra fyrir okkur öll. En hvernig viljum við sjá skólakerfið þróast samhliða þessum auknu kröfum um persónulegri þjónustu sem byggir á hraða en ekki síður lausnamiðun og þarfagreindri þjónustu? Allt í kringum okkar sjáum við þróun í þá átt að einstaklingurinn verður sjálfbærari, við kjósum í ríkari mæli að geta afgreitt okkar mál og erindi milliliðalaust og helst rafrænt. Verslun er til að mynda að þróast yfir í sjálfsafgreiðslu og í auknum mæli með rafrænum hætti. Í nýsköpun felast alls kyns verðmæti ekki bara í formi einstakra vöru. Nýsköpun í alls kyns þjónustu og ekki síst hjá hinu opinbera, gefur okkur öllum ótal tækifæri til þess að gera betur í dag en í gær. Nýsköpun í allri hugsun um góða skóla þarf að virkja og hlúa að. Árið er 2018 og við verðum sem samfélag að setja okkur í stellingar og taka skólakerfið áfram samhliða allri þeirri breytingu sem á sér stað í samfélaginu öllu. Við þurfum annars vegar að taka okkur sjálf sem viljum hafa áhrif á menntakerfið utan frá með því að móta stefnuna, sýnina til framtíðar og horfa fram á við og sleppa svolítið tökunum á því að taka okkar eigin reynslu framar framtíðinni. Ein helsta hömlun þess að skólastarf tekur framþróun er okkar eigin reynsla sem þar erum fyrir. Reynslan okkar er það sem við kunnum best og tryggir okkur mesta öryggið í eigin athöfnum. Við verðum að fara að þora að breyta og taka skrefin inn á óþekktar brautir með ígrunduðum en framsæknum hætti. Eða öllu heldur við verðum að vera miklu fleiri innan skólakerfisins sem þorum að leggja af stað í þá vegferð að breyta skólakerfinu til framtíðar ekki bara fyrir nemendur þess þá stundina heldur fyrir samfélagið allt. Það skiptir máli að vera stöðugt að ögra sjálfum sér, ýta við núverandi kerfi og taka á árunum saman. Við vitum öll að kerfi verja sig sjálf alveg óumbeðin og við því þarf að sporna. Stöðnun býður alltaf upp á afturför. Við sem störfum innan skólakerfisins eru oft og iðulega að spyrja okkur þessara spurninga Hvað er það sem skiptir máli í undirstöðu menntunar? Hvernig get ég haft sem mest og best áhrif á þann fjölbreytta nemendahóp, sem við erum að vinna með hverju sinni, þeirra vegferð til að takast á við tækfiærin sem framtíðin mun bjóða upp á? Tækifærið okkar er núna. Stjórnvöld á öllum stigum bæði ríkis og sveitarfélaga hafa þetta alfarið í hendi sér að búa svo um hnúta að rými og tími skapist til að ígrunda, gefa svigrúmið til breytinga - því það kostar aðgerðir, það kostar endurskoðun á fjármunum í sinni víðustu mynd. Viljinn er fyrir hendi en kerfið þarf að vinna með vilja einstaklinganna, fagfólksins sem er með uppbrettar ermar alla daga og komast mislangt og mishratt upp úr fótsporum gærdagsins.Höfundur er fagstjóri kennslusviðs Arnarskóla.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun