Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. febrúar 2018 06:00 Sigmundur Davíð og félagar hans í efnahags- og viðskiptanefnd á fundi nefndarinnar í gær. VÍSIR/ERNIR „Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
„Það sem er að gerast núna er að stjórnvöld eru að missa tökin á stöðunni og vogunarsjóðirnir eru aftur að ná undirtökunum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, um sölu ríkisins á þrettán prósenta eignarhlut sínum í Arion banka. Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. Samningurinn var gerður á haustmánuðum 2009 og kveður á um kauprétt á hlutnum. Kaupverðið er fyrirfram ákveðið, 23,4 milljarðar króna. Kaupréttarheimildin rennur út á morgun. Í bréfi Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra kemur fram að stofnunin telji kaupréttarverðið ásættanlegt í öllum samanburði. Efnahags- og viðskiptanefnd þingsins fundaði í gær vegna sölunnar. Nefndarmenn fengu á fundinum aðgang að upplýsingum sem varða stöðugleikaframlög og stöðugleikaskilyrði. „Það er ekki of seint að grípa hér inn í en það er erfiðara og óhagkvæmara en ef það hefði verið gert fyrr. Það sem er verst í þessu máli er að erlendir vogunarsjóðir verða ráðandi í stærsta banka landsins, kerfislega mjög mikilvægum banka, og geta farið með hann á þann hátt sem þeir vilja,“ segir Sigmundur. Sigmundur segir að ef vegferð ríkisstjórnar hans hefði verið fram haldið hefði kauprétturinn sennilega fallið dauður niður. Aðstæður þá hefðu verið á þann veg að það hefði ekki verið eftirsóknarvert. „Ef ríkið hefði nýtt forkaupsrétt sinn á fyrri stigum hefði þessi staða ekki komið upp. Tímasetningin nú vekur einnig athygli með hliðsjón af ákvörðunum um arðgreiðslur. Mun ríkið fá sína hlutdeild í þeim?“ spyr Sigmundur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02