Susan Polgar minnist Bobby Fischer með hlýhug á 75 ára afmæli hans Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2018 20:30 Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Skák Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Um hundrað manns þeirra á meðal undrabörn í skák frá Indlandi og Úzbekistan og nokkrir af sterkustu stórmeisturum heims, tóku þátt í fyrsta alþjóðlega slembiskákmótinu sem fram fór í Hörpu í dag. Mótið er tileinkað Bobby Fischer sem hefði orðið sjötíu og fimm ára í dag. Susan Polgar fyrrverandi Evrópu- og heimsmeistari kvenna í skák er ein af bakhjörlum slembiskákmótsins. En hún var náinn vinur Bobby Fischer og saman sömdu þau reglurnar í Fischer random, eða slembiskák eins og leikurinn er kallaður á Íslensku. Það er óhætt að segja að Ísland og skáklistin á Bobby Fischer mikið að þakka. Hann kom skáklistinni og Íslandi í heimsfréttirnar. Í dag á afmælisdegi hans fer fram slembiskákmót, Evrópumót, í Hörpu. Fréttamaður settist niður með stórmeistaranum Susan Polgar sem útskýrði reglurnar og lék fyrsta leik við stórmeistarann. Slembiskákin er ólík hefðbundinni skák að því leyti að mönnunum á fyrsta reit er raðað tilviljunarkennt, en þó verða hrókarnir að vera sitt hvoru megin við kónginn og biskuparnir verða að vera á sitthvorum litnum. Meðal keppenda í dag voru tveir 12 og 13 ára skáksnillingar frá Indlandi og 12 ára strákur frá Uzbekistan sem er yngsti stórmeistari heims. Polgar hitti Fischer fyrst í umdeildu einvígi hans og Spasskys í Júgóslavíu árið 1992 og hvatti hann síðar til að flytja til Búdapest í heimalandi hennar Ungverjalandi. Hún ber honum vel söguna en Fischer gat verið erfiður í samskiptum. „Einhverra hluta vegna líkaði honum vel við mig. Við vorum auðvitað ósammála um viss mál en almennt var hann mjög hlý og vingjarnleg manneskja. Hann hjálpaði til í eldhúsinu og fór í stuttar ferðir upp í fjöllin. Hann var mjög eðlilegur að þessu leyti.“ Því miður hafi hann gefið yfirlýsingar eftir að hann veiktist sem hún óskaði að hann hefði ekki gert. Hann hafi alla tíð verið einfari en ótvíræður skáksnillingur eins og komið hafi í ljós í heimsmeistaraeinvíginu í Reykjavík 1972. „Hann varð heimsmeistari að mestu af eigin rammleik gegn öllum Sovétríkjunum. Það er ein af ástæðum þess að hann varð svona frægur. Enn í dag tölum við um hann og berum mikla virðingu fyrir honum vegna þess sem hann gerði í skákheiminum á eigin spýtur,“ segir Susan Polgar. Viðtalið við Polgar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Skák Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira