Alda Karen opnar líkamsræktarstöðvar fyrir heilann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. mars 2018 19:30 Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen. Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Fyrirlesarinn Alda Karen Hjaltalín stefnir á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og mögulega aðra á Íslandi á því næsta. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Alda Karen Hjaltalín fyllt bæði Eldborgar- og Norðurljósasali Hörpu á síðastliðnum mánuðum með fyrirlestrum sínum um markaðsmál og lífið sjálft. Í dag talaði hún fyrir fullu húsi í Arion banka en viðburðurinn var á vegum Litla Íslands. Hún segir viðtökurnar hafa komið nokkuð á óvart en rekur þær til almennrar forvitni. „Þetta kom bara til þannig að ég byrjaði að vera með fyrirlestur um sölu og markaðssetningu og það þróaðist út í fyrirlestra um lífið. Ég var orðin sölu- og markaðsstjóri Saga Film þegar ég var 19 ára og það vakti athygli hjá mörgum sem vildu vita hvernig ég komst svona langt aðeins 19 ára gömul," segir Alda. Alda er nú búsett í New York þar sem hún hefur starfað hjá Ghostlamp sem tengir saman áhrifavalda og fyrirtæki. Hún sinnir nú einungis ráðgjöf fyrir fyrirtækið þar sem fyrirlestrar og ný verkefni taka sinn tíma. Alda og viðskiptafélagi hennar stefna á að opna fimm heilalíkamsræktarstöðvar í Bandaríkjunum á þessu ári og þá fyrstu í New York í júni. „Þetta verður fyrsta líkamsræktarstöðin fyrir heilann. Sem ég er mjög spennt fyrir. Þú getur komið inn í hóptíma, komið inn í sálfræðitíma, eða hópsálfræðitíma, getur líka komið inn í hljóðeinangraða klefa og þess vegna öskrað ef þú þarft á því að halda og líka lesið lífsbiblíuna sem ég verð með þarna," segir Alda og bendir á að fjölbreytt starfsemi verði í hugarræktinni. Verkefnið er nú í fjármögnunarferli og hefur Alda fundið fyrir miklum áhuga. Hún vonast til þess að geta opnað útibú á Íslandi á næsta ári og sér fyrir sér hugarleikfimissal á flestum götuhornum í framtíðinni. „Við erum búin að hafa svona „Pop-Up Gyms" á síðustu árum og það hefur gengið mjög vel en þar höfum við verið að koma inn í fyrirtæki. Þetta verður bara líkamsræktarstöð fyrir heilann þar sem þú getur komið inn og „peppað" heilann upp. Því heilinn er bara vöðvi eins og allt annað en við erum bara ekki að þjálfa hann nógu mikið vil ég meina," segir Alda Karen.
Tengdar fréttir Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Varð nítján ára stjórnandi í stóru fyrirtæki í Reykjavík Alda Karen Hjaltalín var ekki orðin tvítug þegar hún var ráðin markaðsstjóri í stóru fyrirtæki í Reykjavík. Það var ekki haft hátt um ráðninguna vegna aldurs hennar. Nú nokkrum árum seinna er hún sölu- og markaðsstjóri hjá Ghostlamp fyrirtæki sem sérhæfir sig í áhrifavöldum á netinu. 16. september 2017 10:00