Gen stórlaxa eru afar mikilvæg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2018 08:00 Veitt í Klapparfljóti. „Aukin hlutdeild stórlaxa hefur mjög jákvæð áhrif á hrygninguna í ánum, auk þess sem stórlaxinn gengur fyrr í árnar og lengir þannig virkan veiðitíma,“ segir í skýrslu um Þverá/Kjarrá. Mynd/Sigurður Már Einarsson „Það hefur orðið viðsnúningur og við erum farin að nálgast það sem var fyrir tuttugu árum í hlutdeild stórlaxa,“ segir Sigurður Már Einarsson, annar tveggja höfunda nýrrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar um vöktun laxastofna í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Í skýrslunni, sem unnin er fyrir veiðifélag svæðisins, gera Sigurður og Ásta Kristín Guðmundsdóttir grein fyrir aukinni laxagengd í Þverá og Kjarrá samfara auknum sleppingum á veiddum laxi. Sigurður hefur unnið að rannsóknum á svæðinu frá árinu 1989. Þar hefur í áratug eingöngu verið veitt á flugu og er skylda að sleppa stórlaxi. Alls veiddust 2.067 laxar á vatnasvæði Þverár sumarið 2017. Af þeim voru 1.475 smálaxar og 592 stórlaxar. Þetta er mesti fjöldi stórlaxa í Þverá/Kjarrá síðan árið 1990. „Alls var 1.009 löxum sleppt í veiðinni, þar af 83,4 prósent stórlaxa og 34,9 prósent smálaxa. Fjöldi og hlutdeild stórlaxa fer vaxandi í veiðinni og eru þeir með 25-30 prósent hlutdeild í gönguseiðaárgöngum 2013 til 2015,“ segir í skýrslunni. Þau Sigurður og Ásta segja í skýrslunni að komið hafi í ljós að aðeins eitt gen skýri 39 prósent breytileikans í aldri við kynþroska í laxi. Vísa þau í niðurstöður bandarískra vísindamanna frá árinu 2015. „Tvö afbrigði eru af geninu, smálaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska snemma og stórlaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska seint. Afar mikilvægt er því að vernda þann erfðaþátt sem snýr að síðkynþroska,“ útskýra þau. Vonast sé til að þessum erfðaþætti hafi ekki hnignað. Þá er rakið að á vatnasvæði Þverár hafi stórlax verið verndaður með skyldusleppingum á tveggja ára laxi úr sjó. „Ekki er að fullu ljóst hvort fjölgun stórlaxa stafi af auknum sleppingum þeirra í stangveiðinni eða hvort breytingar á sjávarumhverfi eigi þar þátt. Verndun stórlaxa í ánni er á hinn bóginn án efa mjög mikilvæg. Væntanlega verður hægt að skera úr um það með frekari rannsóknum á komandi árum.“ Sigurður segir að auk genanna geti umhverfisáhrif haft áhrif á stærð laxanna, sérstaklega aðstæður í sjónum. „En þetta er kynbundið líka. Hrygnurnar verða frekar stórlax heldur en hængarnir.“ Að sögn Sigurðar byrjaði Veiðimálastofnun fyrir um 15 til 20 árum að beina því til veiðimanna að sleppa stórlaxi. Þetta hafi smám saman unnið sér sess. „Það er alveg klárt,“ svarar Sigurður spurður hvort líklegt sé að stórlax gefi af sér aðra stóra laxa. Vísbendingarnar hníga því að því að verndun stórlaxa skili árangri til hagsbóta fyrir veiðiréttareigendur og veiðimenn sem sækist eftir að fást við stóran lax. Fram kemur í skýrslunni að 26 prósent veiddra laxa á vatnasvæði Þverár í fyrra hafi verið veidd oftar en einu sinni og fjögur prósent oftar en tvisvar. Aðspurður um þá gagnrýni að veiddur lax laskist eða jafnvel drepist eftir að honum er sleppt segir Sigurður gögn ekki benda til þess. „Ég held að þessi orðrómur um að þetta fari mjög illa með fiskinn sé ekki réttur. Hættan er helst ef árnar eru mjög heitar, yfir átján gráður. En við íslenskar aðstæður er mjög fátítt að við séum að finna dauða laxa í ánum. Laxinn þolir þetta vel ef hann er handleikinn rétt,“ segir Sigurður Már Einarsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Það hefur orðið viðsnúningur og við erum farin að nálgast það sem var fyrir tuttugu árum í hlutdeild stórlaxa,“ segir Sigurður Már Einarsson, annar tveggja höfunda nýrrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar um vöktun laxastofna í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Í skýrslunni, sem unnin er fyrir veiðifélag svæðisins, gera Sigurður og Ásta Kristín Guðmundsdóttir grein fyrir aukinni laxagengd í Þverá og Kjarrá samfara auknum sleppingum á veiddum laxi. Sigurður hefur unnið að rannsóknum á svæðinu frá árinu 1989. Þar hefur í áratug eingöngu verið veitt á flugu og er skylda að sleppa stórlaxi. Alls veiddust 2.067 laxar á vatnasvæði Þverár sumarið 2017. Af þeim voru 1.475 smálaxar og 592 stórlaxar. Þetta er mesti fjöldi stórlaxa í Þverá/Kjarrá síðan árið 1990. „Alls var 1.009 löxum sleppt í veiðinni, þar af 83,4 prósent stórlaxa og 34,9 prósent smálaxa. Fjöldi og hlutdeild stórlaxa fer vaxandi í veiðinni og eru þeir með 25-30 prósent hlutdeild í gönguseiðaárgöngum 2013 til 2015,“ segir í skýrslunni. Þau Sigurður og Ásta segja í skýrslunni að komið hafi í ljós að aðeins eitt gen skýri 39 prósent breytileikans í aldri við kynþroska í laxi. Vísa þau í niðurstöður bandarískra vísindamanna frá árinu 2015. „Tvö afbrigði eru af geninu, smálaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska snemma og stórlaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska seint. Afar mikilvægt er því að vernda þann erfðaþátt sem snýr að síðkynþroska,“ útskýra þau. Vonast sé til að þessum erfðaþætti hafi ekki hnignað. Þá er rakið að á vatnasvæði Þverár hafi stórlax verið verndaður með skyldusleppingum á tveggja ára laxi úr sjó. „Ekki er að fullu ljóst hvort fjölgun stórlaxa stafi af auknum sleppingum þeirra í stangveiðinni eða hvort breytingar á sjávarumhverfi eigi þar þátt. Verndun stórlaxa í ánni er á hinn bóginn án efa mjög mikilvæg. Væntanlega verður hægt að skera úr um það með frekari rannsóknum á komandi árum.“ Sigurður segir að auk genanna geti umhverfisáhrif haft áhrif á stærð laxanna, sérstaklega aðstæður í sjónum. „En þetta er kynbundið líka. Hrygnurnar verða frekar stórlax heldur en hængarnir.“ Að sögn Sigurðar byrjaði Veiðimálastofnun fyrir um 15 til 20 árum að beina því til veiðimanna að sleppa stórlaxi. Þetta hafi smám saman unnið sér sess. „Það er alveg klárt,“ svarar Sigurður spurður hvort líklegt sé að stórlax gefi af sér aðra stóra laxa. Vísbendingarnar hníga því að því að verndun stórlaxa skili árangri til hagsbóta fyrir veiðiréttareigendur og veiðimenn sem sækist eftir að fást við stóran lax. Fram kemur í skýrslunni að 26 prósent veiddra laxa á vatnasvæði Þverár í fyrra hafi verið veidd oftar en einu sinni og fjögur prósent oftar en tvisvar. Aðspurður um þá gagnrýni að veiddur lax laskist eða jafnvel drepist eftir að honum er sleppt segir Sigurður gögn ekki benda til þess. „Ég held að þessi orðrómur um að þetta fari mjög illa með fiskinn sé ekki réttur. Hættan er helst ef árnar eru mjög heitar, yfir átján gráður. En við íslenskar aðstæður er mjög fátítt að við séum að finna dauða laxa í ánum. Laxinn þolir þetta vel ef hann er handleikinn rétt,“ segir Sigurður Már Einarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent