Gen stórlaxa eru afar mikilvæg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 9. mars 2018 08:00 Veitt í Klapparfljóti. „Aukin hlutdeild stórlaxa hefur mjög jákvæð áhrif á hrygninguna í ánum, auk þess sem stórlaxinn gengur fyrr í árnar og lengir þannig virkan veiðitíma,“ segir í skýrslu um Þverá/Kjarrá. Mynd/Sigurður Már Einarsson „Það hefur orðið viðsnúningur og við erum farin að nálgast það sem var fyrir tuttugu árum í hlutdeild stórlaxa,“ segir Sigurður Már Einarsson, annar tveggja höfunda nýrrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar um vöktun laxastofna í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Í skýrslunni, sem unnin er fyrir veiðifélag svæðisins, gera Sigurður og Ásta Kristín Guðmundsdóttir grein fyrir aukinni laxagengd í Þverá og Kjarrá samfara auknum sleppingum á veiddum laxi. Sigurður hefur unnið að rannsóknum á svæðinu frá árinu 1989. Þar hefur í áratug eingöngu verið veitt á flugu og er skylda að sleppa stórlaxi. Alls veiddust 2.067 laxar á vatnasvæði Þverár sumarið 2017. Af þeim voru 1.475 smálaxar og 592 stórlaxar. Þetta er mesti fjöldi stórlaxa í Þverá/Kjarrá síðan árið 1990. „Alls var 1.009 löxum sleppt í veiðinni, þar af 83,4 prósent stórlaxa og 34,9 prósent smálaxa. Fjöldi og hlutdeild stórlaxa fer vaxandi í veiðinni og eru þeir með 25-30 prósent hlutdeild í gönguseiðaárgöngum 2013 til 2015,“ segir í skýrslunni. Þau Sigurður og Ásta segja í skýrslunni að komið hafi í ljós að aðeins eitt gen skýri 39 prósent breytileikans í aldri við kynþroska í laxi. Vísa þau í niðurstöður bandarískra vísindamanna frá árinu 2015. „Tvö afbrigði eru af geninu, smálaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska snemma og stórlaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska seint. Afar mikilvægt er því að vernda þann erfðaþátt sem snýr að síðkynþroska,“ útskýra þau. Vonast sé til að þessum erfðaþætti hafi ekki hnignað. Þá er rakið að á vatnasvæði Þverár hafi stórlax verið verndaður með skyldusleppingum á tveggja ára laxi úr sjó. „Ekki er að fullu ljóst hvort fjölgun stórlaxa stafi af auknum sleppingum þeirra í stangveiðinni eða hvort breytingar á sjávarumhverfi eigi þar þátt. Verndun stórlaxa í ánni er á hinn bóginn án efa mjög mikilvæg. Væntanlega verður hægt að skera úr um það með frekari rannsóknum á komandi árum.“ Sigurður segir að auk genanna geti umhverfisáhrif haft áhrif á stærð laxanna, sérstaklega aðstæður í sjónum. „En þetta er kynbundið líka. Hrygnurnar verða frekar stórlax heldur en hængarnir.“ Að sögn Sigurðar byrjaði Veiðimálastofnun fyrir um 15 til 20 árum að beina því til veiðimanna að sleppa stórlaxi. Þetta hafi smám saman unnið sér sess. „Það er alveg klárt,“ svarar Sigurður spurður hvort líklegt sé að stórlax gefi af sér aðra stóra laxa. Vísbendingarnar hníga því að því að verndun stórlaxa skili árangri til hagsbóta fyrir veiðiréttareigendur og veiðimenn sem sækist eftir að fást við stóran lax. Fram kemur í skýrslunni að 26 prósent veiddra laxa á vatnasvæði Þverár í fyrra hafi verið veidd oftar en einu sinni og fjögur prósent oftar en tvisvar. Aðspurður um þá gagnrýni að veiddur lax laskist eða jafnvel drepist eftir að honum er sleppt segir Sigurður gögn ekki benda til þess. „Ég held að þessi orðrómur um að þetta fari mjög illa með fiskinn sé ekki réttur. Hættan er helst ef árnar eru mjög heitar, yfir átján gráður. En við íslenskar aðstæður er mjög fátítt að við séum að finna dauða laxa í ánum. Laxinn þolir þetta vel ef hann er handleikinn rétt,“ segir Sigurður Már Einarsson. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Það hefur orðið viðsnúningur og við erum farin að nálgast það sem var fyrir tuttugu árum í hlutdeild stórlaxa,“ segir Sigurður Már Einarsson, annar tveggja höfunda nýrrar skýrslu Hafrannsóknastofnunar um vöktun laxastofna í Þverá og Kjarrá í Borgarfirði. Í skýrslunni, sem unnin er fyrir veiðifélag svæðisins, gera Sigurður og Ásta Kristín Guðmundsdóttir grein fyrir aukinni laxagengd í Þverá og Kjarrá samfara auknum sleppingum á veiddum laxi. Sigurður hefur unnið að rannsóknum á svæðinu frá árinu 1989. Þar hefur í áratug eingöngu verið veitt á flugu og er skylda að sleppa stórlaxi. Alls veiddust 2.067 laxar á vatnasvæði Þverár sumarið 2017. Af þeim voru 1.475 smálaxar og 592 stórlaxar. Þetta er mesti fjöldi stórlaxa í Þverá/Kjarrá síðan árið 1990. „Alls var 1.009 löxum sleppt í veiðinni, þar af 83,4 prósent stórlaxa og 34,9 prósent smálaxa. Fjöldi og hlutdeild stórlaxa fer vaxandi í veiðinni og eru þeir með 25-30 prósent hlutdeild í gönguseiðaárgöngum 2013 til 2015,“ segir í skýrslunni. Þau Sigurður og Ásta segja í skýrslunni að komið hafi í ljós að aðeins eitt gen skýri 39 prósent breytileikans í aldri við kynþroska í laxi. Vísa þau í niðurstöður bandarískra vísindamanna frá árinu 2015. „Tvö afbrigði eru af geninu, smálaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska snemma og stórlaxaafbrigði þar sem arfhreinir einstaklingar verða kynþroska seint. Afar mikilvægt er því að vernda þann erfðaþátt sem snýr að síðkynþroska,“ útskýra þau. Vonast sé til að þessum erfðaþætti hafi ekki hnignað. Þá er rakið að á vatnasvæði Þverár hafi stórlax verið verndaður með skyldusleppingum á tveggja ára laxi úr sjó. „Ekki er að fullu ljóst hvort fjölgun stórlaxa stafi af auknum sleppingum þeirra í stangveiðinni eða hvort breytingar á sjávarumhverfi eigi þar þátt. Verndun stórlaxa í ánni er á hinn bóginn án efa mjög mikilvæg. Væntanlega verður hægt að skera úr um það með frekari rannsóknum á komandi árum.“ Sigurður segir að auk genanna geti umhverfisáhrif haft áhrif á stærð laxanna, sérstaklega aðstæður í sjónum. „En þetta er kynbundið líka. Hrygnurnar verða frekar stórlax heldur en hængarnir.“ Að sögn Sigurðar byrjaði Veiðimálastofnun fyrir um 15 til 20 árum að beina því til veiðimanna að sleppa stórlaxi. Þetta hafi smám saman unnið sér sess. „Það er alveg klárt,“ svarar Sigurður spurður hvort líklegt sé að stórlax gefi af sér aðra stóra laxa. Vísbendingarnar hníga því að því að verndun stórlaxa skili árangri til hagsbóta fyrir veiðiréttareigendur og veiðimenn sem sækist eftir að fást við stóran lax. Fram kemur í skýrslunni að 26 prósent veiddra laxa á vatnasvæði Þverár í fyrra hafi verið veidd oftar en einu sinni og fjögur prósent oftar en tvisvar. Aðspurður um þá gagnrýni að veiddur lax laskist eða jafnvel drepist eftir að honum er sleppt segir Sigurður gögn ekki benda til þess. „Ég held að þessi orðrómur um að þetta fari mjög illa með fiskinn sé ekki réttur. Hættan er helst ef árnar eru mjög heitar, yfir átján gráður. En við íslenskar aðstæður er mjög fátítt að við séum að finna dauða laxa í ánum. Laxinn þolir þetta vel ef hann er handleikinn rétt,“ segir Sigurður Már Einarsson.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira