Mengun frá skógareldum í Norður-Ameríku jafnaðist á við eldgos Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 15:39 Reykurinn frá eldunum í Kaliforníu í desember blöstu við úr geimnum eins og sést á þessari mynd Sentinel-2-gervitunglsins. Litir hafa verið ýktir á myndinni. Vísir/AFP Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari. Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Eldarnir sem brunnu í skógum Norður-Ameríku í fyrra voru svo umfangsmiklir að þeir höfðu áhrif á heiðhvolfið á öllu norðurhveli jarðar. Vísindamenn sem rannsökuðu eldanna segja að mengunin frá eldunum hafi jafnast á við eldgos. Tugir þúsunda ferkílómetra skóga brunnu á skógareldatímabilinu í Norður-Ameríku á síðasta ári og ollu þeir mannskaða og verulegu eignatjóni. Þeir brunnu meðal annars í Kaliforníu, Oregon og Montana í Bandaríkjunum og Bresku Kólumbíu í Kanada. Samkvæmt nýrri rannsókn sem birtist í vísindaritinu Geophysical Research Letters loguðu eldarnir svo glatt að reykurinn barst alla leið upp í heiðhvolfið. Í heiðhvolfinu barst reykurinn hringinn í kringum norðurhvelið á um tveimur vikum. Agnir úr honum mældust í heiðhvolfinu í fleiri mánuði, að því er segir í grein á vefsíðu Jarðfræðisambands Bandaríkjanna (AGU). „Þessi viðburður var svo stór og eldarnir voru svo öflugir að þeir dældu ekki aðeins efni upp í heiðhvolfið heldur dældu þeir svo miklu af því að heiðhvolfið mengaðist yfir allt jarðarhvelið. Áhrif jöfnuðust virkilega á við hóflega stórt eldgos,“ segir Sergei Khaykin, loftslagsvísindamaður við Háskólanum í Versölum í Frakklandi og aðalhöfundur rannsóknarinnar.Ná yfirleitt ekki alla leið upp í heiðhvolfiðLíkt og í eldgosum berast rykagnir frá skógareldum út í andrúmsloftið. Í eldgosum geta rykagnir hátt í lofthjúpnum endurvarpaði sólarljósi og valdið kólnun við yfirborð jarðar tímabundið. Eldarnir eru hins vegar sjaldnast nógu öflugir til þess að agnirnar berist alla leið upp í heiðhvolfið, hluta lofthjúps jarðar sem nær frá um tíu kílómetra hæð yfir yfirborðinu upp í um fimmtíu kílómetra hæð. Því hafa skógareldar yfirleitt ekki eins mikil áhrif á staðbundið loftslag og eldgos. Skógareldatímabilið í Norður-Ameríku hefur verið að lengjast vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar nú gætu þýtt að vísindamenn þurfi að taka meira tillit til áhrifa mengunar frá skógareldum á loftslag jarðar eftir því sem þeir verða tíðari og skæðari.
Kanada Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32 Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. 17. desember 2017 22:32
Orðinn stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu Slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn svo vikum skiptir og þá hafa tugir þúsunda þurft að yfirgefa heimili sín. 23. desember 2017 09:25