Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 10:56 Ómar lenti heldur betur í hremmingum í Rússlandi hvar hann var að huga að aðstæðum ásamt öðrum í sendinefnd KSÍ. visir/gva „Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira
„Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Sjá meira