Koma með einkaskilaboð frá Kim til Bandaríkjastjórnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/afp Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sendinefnd suðurkóreskra erindreka mun koma einkaskilaboðum frá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til Bandaríkjastjórnar þegar sendinefndin ferðast til höfuðborgarinnar Washington síðar í vikunni. Kim afhenti erindrekunum skilaboðin á fundi þeirra í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang en óljóst er hvort erindrekarnir fundi með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sjálfum. „Við getum ekki sagt fjölmiðlum frá öllu en við fengum upplýsingar um ýmsar skoðanir og viðhorf Norður-Kóreumanna sem við munum upplýsa Bandaríkjamenn um í heimsókn okkar,“ sagði Chung Eui-yong erindreki við suðurkóreska miðilinn Yonhap. Á fundinum í Pjongjang sagðist Kim reiðubúinn að styðja afvopnun á Kóreuskaga gegn því að öryggi einræðisstjórnarinnar yrði tryggt. Trump sagði á samskiptamiðlinum Twitter að mögulega væri árangur að nást í því að losa um spennuna á Kóreuskaga í fyrsta skipti í mörg ár. Hins vegar gæti verið um falsvonir að ræða. „En Bandaríkin eru tilbúin að beita sér af hörku, hvernig sem fer.“ Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sagði í gær að þótt viss árangur væri nú að nást yrði ekki slakað á viðskiptaþvingunum gagnvart Norður-Kóreu áður en leiðtogar ríkjanna funda á landamærunum í apríl. „Miðað við það sem ég sé á Twitter virðist Trump jákvæður eftir heimsóknina. En þar sem þetta er bara upphafið held ég að það sé ótímabært að vera bjartsýnn,“ sagði Monn Jae-in í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03 Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Suður-kóresk sendinefnd til viðræðna við Kim Jong-un í fyrsta sinn Tveir hátt settir embættismenn frá Suður-Kóreu eru í sendinefndinni. 5. mars 2018 10:03
Breytt staða á Kóreuskaga Forseti Suður-Kóreu og einræðisherra Norður-Kóreu, Kim Jong-un, munu eiga sinn fyrsta fund í apríl. Beinni línu á milli leiðtoganna verður komið á. 7. mars 2018 11:00