Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Einkennandi hefur verið að þjófarnir brjótast inn baka til. Vísir/Pjetur „Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19