ÁTVR innsiglar loks tóbaksdósir eftir frávik Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Innsigli á tóbaksdósir mun tryggja öryggi neytenda. Vísir/Anton Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Neytendur ÁTVR ætlar að bregðast við tilkynningum frá kaupendum um „frávik“ á innihaldi neftóbaksdósa fyrirtækisins með því að setja loks á þær innsigli. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segist vona að nýjar, öruggari dósir fyrir neytendur verði komnar á markað í vor. Sala og neysla á íslenska neftóbakinu hefur aukist nær árlega síðustu ár og nam salan á síðasta ári um 40 tonnum, sem jafngildir um 800 þúsund 50 gramma dósum. Meirihluti notenda setur tóbakið í vör. Vandamálið við dósirnar er hins vegar að þegar þær eru komnar í hendur smásala er ekkert innsigli á lokinu sem fullvissar neytendur um að ekki hafi verið átt við innihaldið, líkt og á flestri annarri neysluvöru. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að upp hafi komið fleiri en eitt tilfelli nýverið þar sem kaupendur hafa uppgötvað að búið sé að eiga við dósirnar sem keyptar hafa verið í búð og þær reynst hálftómar þegar heim var komið. Fréttablaðið hefur einnig staðfest dæmi um að dós reyndist átekin og malað kaffi hafi verið sett í staðinn til að láta það líta út eins og hún væri full. Dósin á meðfylgjandi mynd er dæmi um slíkt, þar sem enginn vafi lék á að um kaffi væri að ræða þegar lyktað var af, auk þess sem litar- og grófleikamismunur var á tóbakinu og kaffinu. Átt hafði verið við þessa dós og kaffi blandað út í tóbakið.Umrætt sinn reyndist þó aðeins um kaffi að ræða, en ekki eitthvað mun skaðlegra og uppgötvaðist þetta áður en þess var neytt. En leiðin er greið ef vilji er til. Nú ætlar ÁTVR loks að verða við ákalli áhyggjufullra neftóbaksnotenda og setja fiktvörn í formi innsiglis á dósirnar. „Verkefnið er í vinnslu og von er á að prófanir klárist mjög fljótlega. Stefnan er að innsiglaðar dósir verði komnar á markað í vor,“ segir Sigrún Ósk. „Við höfum fengið nokkrar tilkynningar frá kaupendum um frávik. Við höfum gert allt hjá okkur til að tryggja að varan fari rétt frá okkur.“ Sigrún segir ÁTVR vera heildsala á tóbaki og að heildsölueiningarnar fari innsiglaðar frá þeim. Þá sé ÁTVR með virkt gæðaeftirlit sem er ætlað að tryggja að rétt magn og innihald sé í smásölueiningunum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira