Körfubolti

Sagður hafa þuklað á konu í bolamyndatöku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cuban fær hér bolamynd með Mark Wahlberg og DJ Khaled.
Cuban fær hér bolamynd með Mark Wahlberg og DJ Khaled. vísir/getty
Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, er í fjölmiðlum í dag eftir að sjö ára gömul ásökun um kynferðislega áreitni komst aftur upp á yfirborðið.

Hin meinta áreitni á að hafa átt sér stað í Portland þar sem Cuban var að fylgjast með sínu liði spila gegn Portland Trailblazers.

Hann hitti konuna á bar í Portland og bað hún um bolamynd af sér með hinum moldríka Cuban. Sú beiðni var auðsótt en er þau stilltu sér upp í myndatökuna þá braut Cuban á henni samkvæmt konunni.

Cuban er sagur hafa sett hönd sína inn á buxur konunnar, þuklað á henni rassinn og síðan þuklað á kynfærum hennar. Konan sýndi lögreglu sjö myndir af atvikinu er hún tilkynnti það á sínum tíma.

Cuban hafnaði ásökunum er lögreglan ræddi við hann vegna málsins. Málinu var svo vísað frá vegna skorts á sönnunargögnum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×