Vantrausti ekki lýst á ráðherra í 100 ár Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. mars 2018 11:00 Smári McCarthy og Þórhildur Sunna skutu fast á dómsmálaráðherra í gær en Katrín Jakobsdóttir greip til varna fyrir ráðherra sinn. Vísir/eyþór Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, studdu tillögu Samfylkingar og Pírata um vantraust á dómsmálaráðherra í atkvæðagreiðslu á Alþingi í gær. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. Bergþór Ólason, Miðflokknum, greiddi ekki atkvæði. Allir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu vantraustinu atkvæði sitt. Þingmenn VG, aðrir en Rósa Björk og Andrés, vörðust vantrauststillögunni eins og um vantraust á ríkisstjórnina væri að ræða. Gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar þann málflutning harðlega.Vantraust á ráðherra sjaldgæft Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands er forsætisráðherra skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt hafi vantraust verið samþykkt á ríkisstjórn hans. Hið sama gildir ef vantrausti er lýst á forsætisráðherra sjálfan. Ef hins vegar vantrausti er lýst á einstaka ráðherra er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti. Því er ljóst að ríkisstjórn getur setið áfram enda þótt vantrausti sé lýst á einstaka ráðherra hennar, nema ef um forsætisráðherra sjálfan er að ræða. Mun algengara er að vantrausti sé lýst á ríkisstjórn í heild en einstaka ráðherra. Aðeins einu sinni áður frá lýðveldisstofnun hefur tillaga um vantraust á einstaka ráðherra verið lögð fram; árið 1954, gegn menntamálaráðherra Bjarna Benediktssyni. Almennt er litið svo á að vantraust á ríkisstjórn feli í sér yfirlýsingu um óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar almennt eða í einstaka málum. Vantraust á einstaka ráðherra tengjast hins vegar gjarnan embættisfærslum hans eða vanhæfi af einhverjum toga. Ákvörðun þingmanna um vantraust til ráðherra þarf ekki að byggja á öðru en huglægri afstöðu hans til ráðherrans og vera háð pólitísku mati, sem er alfarið aðskilið hvers kyns lagalegri ábyrgð ráðherra.Engin rök þarf fyrir vantrausti Um forsendur fyrir vantrausti á ríkisstjórn eða ráðherra gilda hins vegar í raun engar reglur. Í fræðiritinu Þingræði á Íslandi eftir Ragnheiði Kristjánsdóttur o.fl. segir að Alþingi geti „samþykkt vantraust án þess að nokkuð liggi fyrir um óæskilega stjórnarframkvæmd ráðherra, trúnaðarbrest gagnvart þinginu, lögbrot eða annað. Það getur einfaldlega ákveðið að það vilji frekar hafa aðra ráðherra.“ Þótt ekki sé algengt að ráðherrar segi af sér hér á landi í kjölfar hneykslismála, virðast þeir velja að gera það frekar ef vantraust er yfirvofandi og þeir eiga ekki stuðning samflokksmanna vísan. Frá því Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hafa sex ráðherrar sagt af sér embætti. Í flestum tilvikum áttu þeir ekki annan kost enda hefðu þeir ella þurft að þola vantraust Alþingis.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15 Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Vantrauststillaga Samfylkingar og Pírata felld Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 29. 6. mars 2018 19:15
Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Dómsmálaráðherra sagðist hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt. 6. mars 2018 18:13