Minister Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2018 07:00 „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun