Hætti í vinnunni og flytur nú inn rassabassakónginn Benedikt Bóas skrifar 7. mars 2018 06:00 Margrét Nana ákvað að skapa sína eigin hamingju og vera sinn eigin herra. Hún stendur fyrir taktfastri gleði á Húrra á föstudaginn þar sem gleðin verður við völd. Hún lofar að þetta sé fyrsta kvöldið af mörgum. Vísir/eyþór „Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
„Maður skapar sína eigin hamingju, var ekki einhver sem sagði það?“ segir Margrét Nana hjá Edgy Events en hún heldur sitt fyrsta partí á Húrra á föstudag þar sem enginn annar en rassabassakóngurinn DJ Assault treður upp. Margrét vaknaði einn daginn, búin að vera í sama starfi í 12 ár og ákvað að segja upp. Gera eitthvað allt annað, meira það sem hana langaði að gera. „Ég var verslunarstjóri og mig langaði að breyta til og prófa eitthvað nýtt. Ég hef mikið verið í kringum tónlistarfólk. Ég bý í miðbænum og er á mörgum svona viðburðakvöldum. Stundum hefur maður tuðað yfir gæðunum og mig langaði að gera mitt eigið. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina úti í horni ákvað ég að gera þetta bara sjálf,“ segir hún.Dj Assault er kóngur ghettotechstefnunnar eða þeirrar tónlistar sem kennd er við „rassabassa“.„Þetta er fyrsta kvöldið undir þessu merki, Edge event, en ég er bara rétt að byrja,“ bætir hún við. Dj Assault sló í gegn árið 2001 með laginu Ass N Titties en hann hefur verið nefndur guðfaðir svokallaðrar ghettotech-stefnu eða þeirrar tónlistar sem kennd er við rassabassa. Þau Alvia sem og Intr0Beatz munu hita upp fyrir plötusnúðinn sem stoppar stutt hér á landi. „Hann varð frægur þegar hann gaf út þetta fræga lag sitt. Nýlega fór hann að gefa aftur út eftir að hafa legið í smá dvala. Hann fer til Amsterdam strax á laugardagsmorgun. Eiginlega um leið og hann er búinn að spila þá fer ég með hann upp á völl. Hann kemur á fimmtudeginum þannig að þetta er bara stutt stopp. Ég bauð honum reyndar að fara Gullna hringinn og í Bláa lónið og þetta klassíska en tíminn leyfði það ekki. Hann eiginlega kemur og fer.“Miðasala fer fram á tix.is en einnig verður selt inn við innganginn. „Það er eitthvað af miðum eftir. Það kostar 2.000 krónur inn sem er ekki neitt fyrir svona gott gigg,“ segir hún spennt fyrir sínu fyrsta kvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Sjá meira
Konungur klámfenginnar klúbbtónlistar mætir til landsins DJ Assault gerði allt brjálað með laginu Ass-N-Titties seint á síðustu öld. 20. febrúar 2018 08:00