„Svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2018 13:15 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena. Tennis Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena.
Tennis Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira