Ari Ólafsson hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2018 11:45 Ari Ólafsson söng sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi. RÚV Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari er aðeins 19 ára en hefur komið víða við á sínum ferli sem listamaður. Lokakeppnin í Eurovision fer fram í byrjun maí og það í Lissabon í Portúgal. „Ég hef aldrei komið til Portúgal, en hef oft komið til Spánar eins og flestir Íslendingar. Ég er mjög spenntur að fara út,“ segir Ari Ólafsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ari mætti í hljóðverið ásamt Þórunni Ernu Clausen sem samdi lag og texta. „Þetta er þriðja árið í röð sem ég á lag í Söngvakeppninni og í fyrsta skipti sem ég vinn þessa keppni sem laga- og textahöfundur. Þetta er eins árs gamalt lag og það var reyndar Aron Hannes sem söng demo-ið til að byrja með. Ég get sagt ykkur það núna,“ segir Þórunn sem samdi lagið ekki með Eurovision í huga.Kynnast í Borgarleikhúsinu „Við kynnumst fyrst þegar Þórunn var aðstoðarleikstjóri í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu árið 2011. Þar var ég aðeins 13 ára. Nokkrum árum seinna eða í október hittumst við aftur. Ég er semsagt nemandi Bergþór Pálssonar og hann hélt upp á 60 ára afmælistónleika sína í Eldborg. Þar söng ég með honum lagið sem ég söng með Sissel Kyrkjebø á tónleikum,“ segir Ari. Þórunn tekur þá við sögunni: „Hann birtist á sviðinu í þessu rauða jakka og í rauðum skóm og gæsahúðin var svo mikil þegar hann byrjaði að syngja og tárin byrjuðu strax að streyma og algjörlega einstök upplifun að vera í salnum.“Kom ekki á óvart Þórunn segir að það hafi ekki komið henni á óvart að Ari hafi unnið á laugardagskvöldið. „Ég hef alltaf trúað virkilega á hann Ara og lagið. Hinsvegar þegar maður er á móti svona frábæru lagi og söngvara, þá getur þetta farið á hvaða veg sem er. Ég hef oft lent í því í lífinu að hlutirnir fara ekki eins og maður ætlar sér.“ Ari segist í raun hafa farið út úr líkama sínum þegar Jón Jónsson tilkynnti að hann hefði unnið keppnina. „Ég fór bara út úr líkamanum í smá stund og horfði á sjálfan mig. Svo komu allir að knúsa mig og ég bara hugsaði vá hvað þetta er yndislegt.“ Mikið var talað um það á samfélagsmiðlum þegar Ari brotnaði niður í viðtali eftir fyrri flutninginn á laugardagskvöldið. „Mín helsta gjöf sem söngvari er að geta gefið frá mér tilfinningar í lagi. Þetta lag er með stórkostlegan boðskap og með yndislega fallega nærveru. Að fá svona fallega nærveru og ást til baka frá áhorfendum hitti mig svo beint í hjartastað og ég réði ekki við mig.“ Eins og áður segir hefur Ari komið víða við þrátt fyrir ungan aldur. Hann lék Oliver Twist í Þjóðleikhúsinu árið 2009, þá aðeins 11 ára. Árið 2011 var hann síðan mættur í Galdrakarlinum í OZ í Borgarleikhúsinu en hér að neðan má sjá hann fara á kostum sem Oliver.Ari kom fyrst fram Sissel Kyrkjebø árið 2012 á jólatónleikum Frostrósa og þótti hann standa sig einstaklega vel eins og sjá má hér að neðan.Árið 2015 kom hann síðan fram í The Voice og tók til að mynd lagið Lay Me Down með Sam Smith í blindu áheyrnaprufunum og heillaði hann þar sjálfan Helga Björns eins og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau tvö í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50 Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25 Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45 Ari Ólafsson vann Söngvakeppnina Verður fulltrúi Íslendinga í Eurovision. 3. mars 2018 22:32 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Sjá meira
Þjóðin klofin í afstöðu sinni til úrslita Söngvakeppninnar Ari Ólafsson bar sigurorð af Degi Sigurðssyni í lokaeinvígi Söngvakeppni Sjónvarpsins sem haldin var í Laugardalshöll í gærkvöldi. Ari flutti lagið Our Choice en Dagur flutti lagið Í stormi. 4. mars 2018 10:50
Engin sjáanleg vandamál í símakosningunni Útilokað er með öllu að kosningakerfið hafi getað hagað sér ólíkt milli símanúmera í kosningunni. 5. mars 2018 11:25
Dagur Sig og Ari Ólafs í einvíginu Berjast um að verða fulltrúi Íslands í Eurovision. 3. mars 2018 21:45