Skólastjórinn missti sig eftir flautublokk Taylor í Seljaskóla | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. mars 2018 10:30 Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
Haukar voru einu skoti frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Domino´s-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar að liðið heimsótti ÍR í toppslag í Hertz-hellinn í Seljaskóla. Lítið var skorað í leik tveggja sterkra varna en Haukar fengu síðustu sóknina eftir að Matthías Orri Sigurðarson brenndi af vítaskoti þegar að 7,6 sekúndur voru eftir. ÍR var þá tveimur stigum yfir, 64-62. Gestirnir úr Hafnarfirðinum brunuðu fram völlinn og setti Bandaríkjamaðurinn Paul Anthony Jones III upp skot fyrir Hauk Óskarsson fyrir utan teiginn vinstra megin. Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þannig að karfa myndi tryggja Haukum sigur og deildarmeistaratitilinn. Skotið komst þó aldrei nálægt körfunni því Ryan Taylor, Bandaríkjamaðurinn ótrúlegi í liði ÍR, kom fljúgandi og varði skot Hauks með tilþrifum. Í staðinn fyrir flautukörfu frá Haukum átti Taylor flautublokk. Allt ætlaði um koll að keyra í Breiðholtinu og var enginn glaðari en skólastjórinn sjálfur í Seljaskóla, Magnús Þór Jónsson, sem stökk á Taylor og faðmaði drekann með látum. Geggjaður endir á geggjuðum leik. Haukar eru enn í bílstjórasætinu um deildarmeistaratitilinn en liðið fær bikarinn afhentan í næstu umferð takist því að leggja Valsmenn á heimavelli. Farið verður yfir þennan leik sem og alla hina í 21. umferðinni í Domino´s-Körfuboltakvöldi klukkan 21.00 á Stöð 2 Sport HD að loknum leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Flautublokkið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira