Dagur segir Sjálfstæðismenn hafa skilið fjárhag borgarinnar eftir í „rjúkandi rúst“ Höskuldur Kári Schram og Þórdís Valsdóttir skrifa 3. mars 2018 16:34 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að fjárhagsstaða borgarinnar hafi verið „rjúkandi rúst“ eftir valdatíma Sjálfstæðismanna árið 2010 og að upplausn og óstjórn hafi einkennt þetta tímabil. Hann segir að núna sé Reykjavík að ganga í gegnum eitt mesta uppbyggingarskeið sögunnar. Þetta kom fram í ræðu borgarstjórans á landsfundi Samfylkingarinnar í gær. Dagur rifjaði upp sögu R-listans í borginni og talaði meðal annars um þær breytingar sem urðu á leikskólamálum eftir að R-listinn komst í meirihluta. Þannig hafi fjöldi barna í Reykjavík með heilsárspláss farið úr þrjátíu í áttatíu prósent á fyrstu tveimur kjörtímabilum listans. „Leikskólinn fór semsagt úr því að vera fyrir fáa í að vera fyrir nánast alla. Andstæðingarnir höfðu sagt að þetta væri ekki hægt, að þetta væri óraunhæft, of dýrt og að það væri ekki til fólk. Þeir voru svo lengi að kveikja á perunni raunar að meira að segja fyrir kosningarnar 1998 var á meðal helstu stefnumála Sjálfstæðismanna að borga foreldrum einhvern smáaur fyrir að hafa börnin sín heima í stað þess að byggja upp leikskólana,“ sagði Dagur í gær. Hann sagði að óstjórn og upplausn hafi einkennt síðasta valdatíma Sjálfstæðismanna í borginni og að staðan hafi verið orðin mjög slæm undir lok kjörtímabilsins. „Þá var staðan þessi, fjárhagur borgarinnar var rjúkandi rúst, það var bara þannig. Samfélagið allt var enn í djúpri kreppu og skuldasúpu, skuldasúpu sem fyrir okkar leiti hafði verið matreidd af forverum okkar sem með upplausn og óstjórn á glundroðatímabilinu fræga í Ráðhúsinu frá 2006 til 2010. Og hvernig hófst það aftur? Jú það hófst með því að framboð sjálfstæðisflokksins, sem hafði ekki talað eitt einasta orð um einkavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur fór í hvað? Jú nákvæmlega tilraun til þess, en það var stöðvað.“ Þá sagði hann mikilvægt að hlúa að núverandi hverfum í stað þess að þenja byggðina út með tilheyrandi kostnaði og auknum umferðarþunga. „Þessi stefna er að skila árangri sem blasir við öllum. Meiri borg, meira líf. En kæru vinir við erum að ganga í gegnum eitthvert mesta uppbygginarskeið í sögu borgarinnar eftir að hafa verið í algjöru frosti á árunum fyrir hrun. Þetta vita borgarbúar og þetta vita fyrirtækin í borginni. Íbúðirnar eru bókstaflega að hrannast upp í öllum hverfum borgarinnar og það er þess vegna sem húsnæðismarkaðurinn er að komast í jafnvægi,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira