Vill ekkert fullyrða um vopnategundir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2018 19:30 Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu. Forstjóri Samgöngustofu og samgönguráðherra mættu í morgun á sameiginlegan fund utanríkismálanefndar og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna sérstakrar umræðu um vopnaflutninga. Líkt og fram hefur komið hefur Samgöngustofa á síðustu árum veitt íslenska flugfélaginu Air Atlanta leyfi til þess að flytja vopn frá Austur-Evrópu til Sádí-Arabíu en sýnt hefur verið að þaðan berast gjarnan vopn til átakasvæða í Sýrlandi og Jemen. Þórólfur telur Samöngustofu hafa farið að lögum. „Sádí-Arabía sem þessi tilteknu leyfi eða undanþágur hafa fjallað um er ekki skilgreint sem átakasvæði. Þar af leiðandi hefur íslenska ríkið farið að fullu eftir lögum og reglugerðum," segir hann. Samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum er bannað að flytja sum vopn og hafa sérfræðingar bent á að rík rannsóknarskyldi hvíli á stjórnvöldum við leyfisveitingar. Forstjóri Samgöngustofu segir enga sérþekkingu á vopnum hjá stofnuninni en samgönguráðuneytið hefur nú óskað eftir öllum gögnum sem varða flutningana. „Ég ætla ekki fyrirfram að hvorki játa né neita því að eitthvað af þeim vopnum sem Ísland hefur tekið að sér að vera gegn, efnavopn eða annað, hafi einhvern tímann farið í farsendingu einhvers íslensks farartækis. Það ætla ég ekki að fullyrða," segir Þórólfur. Reglugerðin sem Samgöngustofa hefur unnið eftir var tekin til endurskoðunar í lok síðasta árs og hafa fjórar beiðnir um vopnaflutninga síðan borist til Samgönguráðuneytisins sem hefur unnið úr þeim ásamt utanríkisráðuneytinu. Þar af hefur tveimur verið hafnað. „Það var niðurstaða utanríkisráðuneytisins að það sé af mannúðarsjónarmiðum, af því að það megi ætla að hugsanleg átakasvæði tengist þessum flutningum þó að áfangastaðurinn hafi veirð Sádí-Arabía," segir Þórólfur.Auður Lilja ErlingsdóttirSamtök hernaðarandstæðinga kærðu í dag Air Atlanta til lögreglunnar vegna vopnaflutningsins og vísa meðal annars til þess að forsvarsmenn flugfélagsins megi ekki nota gefið leyfi ef ætla megi að þjónustan brjóti í bága við alþjóðlegar skuldbindingar. „Þeir mega ekki flytja vopn til Sádí-Arabíu ef þeir hafa ástæðu til að gruna að þau vopn fari áfram og á þessu svæði sem fráfarandi mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði um sem sláturhús heimsins, það er Sýrland og Jemen, að mest af þeim vopnum sem notuð eru þar í dag koma einmitt frá Sádí Arabíu," segir Auður Lilja Erlingsdóttir, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. „Þú þarft ekkert að vera mjög fróður um alþjóðastjórmál og hvað þá ef þú ert í forsvari fyrir flugfélag sem er að flytja hergögn. Þú berð bara ríka skyldu til að kynna þér lög, reglur og alþjóðasáttmála þegar þú ert í slíkum flutningum," segir Auður.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira