Vinnuslys varð í Sementsafgreiðslunni í Keflavík í vikunni þegar starfsmaður féll úr fjögurra metra hæð og hlaut höfuðáverka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Maðurinn var að spúla tank sementsbifreiðar þegar óhappið varð. Á tanki bifreiðarinnar er göngubretti með handriði og svo virtist sem maðurinn hafi fallið fram af því.
Hann var fluttur af vettvangi með sjúkrabifreið og Vinnueftirlitinu gert viðvart.
Féll úr fjögurra metra hæð við vinnu
Kristín Ólafsdóttir skrifar
